
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Í síðasta þætti vetrarins velur Hrefna að gera eitthvað öðruvísi með krökkunum. Í tilefni páskana fá krakkarnir að skreyta egg með mismunandi aðferðum.

Íslensk barnamynd um stelpu sem heimsækir afa sinn í sveitina og unir hag sínum vel þangað til afi kynnir hana fyrir vinkonu sinni. Þá fyllist Anna afbrýðisemi og reynir að sjá til þess að hún fái að eiga afa sinn í friði. Leikstjórar og höfundar handrits eru Egill Eðvarðsson og Sigríður Guðlaugsdóttir.
Íslensk heimildarmynd um Hússtjórnarskólann í Reykjavík, hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Fjallað er um blómaskeið skólans og mikilvægt hlutverk hans fyrir húsmæður um miðbik síðustu aldar. Samhliða því er fylgst með nemendum sem hófu nám í skólanum 2016. Mörg grunngildi skólans, eins og nýtni og umhverfisvitund, eiga enn við þrátt fyrir breyttar hugmyndir um hlutverk kynjanna. Leikstjóri og handritshöfundur: Stefanía Thors.
Heimildarmynd um rithöfundinn Pétur Gunnarsson. Arthúr Björgvin Bollason tekur Pétur tali og vinir hans og samferðafólk segja frá kynnum sínum af honum. Rætt er um áhrifavalda Péturs auk þess sem farið er yfir feril hans frá fyrstu verkum til þess sem hann er að fást við í dag. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Hvaða áhrif hafa glundroði og óvissa í alþjóðaviðskiptum á íslenska hagkerfið? Björgvin Ingi Ólafsson ráðgjafi hjá Deloitte, Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Guðrún Inga Ingólfsdóttir forstöðumaður eignastýringar hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans leita svara við því. Neil Datta, framkvæmdastjóri Evrópsku þingmannasamtakanna um kyn- og frjósemisréttindi segir það enga tilviljun að bakslag hafi orðið í umræðu um jafnréttismál og réttindi samkynhneigðra, því þaulskipulagðir og fjármagnaðir þrýstihópar beiti sér fyrir því. Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með þættinum.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar förum við vestur í Dali. Í dagskrárliðnum Bókum og stöðum skoðum við skáld sem voru í Saurbænum. Steinn Steinarr ólst þar upp, Jóhannes úr Kötlum var þar kennari og þar stundaði Stefán frá Hvítadal búskaparbasl. Við förum einnig á fæðingarstað Steins innst í Ísafjarðardjúpi. Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir dvelur í mikilli náttúrufegurð á Skarðsströnd. Við heimsækjum hana til að ræða um bókina Bláleiðir sem fjallar um líf hennar og list og sitthvað fleira. Oddný Eir Ævarsdóttir, dóttir Guðrúnar, er höfundur textans í þessu einstaka bókverki. Ungt skáld frá Akureyri, Sölvi Halldórsson, segir okkur frá nokkuð óhefðbundinni ljóðabók sinni sem nefnist Þegar við vorum hellisbúar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Þín eru sárin eftir Þórdísi Þúfu, Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haraldar Ólafssonar og Svip brotanna eftir Þóri Óskarsson en sú bók segir frá skáldinu Bjarna Thorarensen.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Tvíburasysturnar Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur hafa fylgst að í 100 ár og 185 daga. Engir aðrir íslenskir tvíburar hafa náð svo háum aldri svo vitað sé. Systurnar bjuggu saman stóran hluta ævinnar og segjast einkar samrýmdar. Elstu tvíburar Íslandssögunnar segja frá samfylgd sinni í gegnum lífið.

Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.

Finnskir þættir um Mikko Peltola sem setur sér það markmið að klára sex líkamlega krefjandi þrautir á einu ári. Hann spreytir sig meðal annars á kajakróðri, hlaupi, skíðagöngu, hjólreiðum og klettaklifri.

Heilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.

Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Bjórkynslóðin er að komast á eftirlaun og hún hefur allt annað drykkjumynstur en fyrri kynslóðir. Læknar hafa áhyggjur af aukinni áfengisneyslu þessa stækkandi hóps og benda á bein tengsl milli drykkju og heilabilunar, vaxandi tíðni áfengistengdra lifrarsjúkdóma og áskoranir í heilbrigðisþjónustu.
Opinberar stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa margoft keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi, að því er virðist í bága við lög og reglur. Ekkert flugrekstrarleyfi var til staðar þegar tveir opinberir starfsmenn létust í flugslysi árið 2023.

Bresk heimildarmynd þar sem sjónvarpskonan Sarah Beeny skoðar hvaða þróun hefur orðið á meðferðum við brjóstakrabbameini í Bretlandi á undanförnum árum á sama tíma og hún undirgengst sjálf krabbameinsmeðferð.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku glæpaþátta. Glæfralegt morð í námabæ á Mið-Englandi ýfir upp gömul sár og ógnar stöðugleikanum í samfélaginu. Aðalhlutverk: Lorraine Ashbourne, David Morrissey og Perry Fitzpatrick. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ný sænsk dramaþáttaröð byggð á sönnum atburðum. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsfræga leikritaskáldið Lars Norén. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.