Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ferðaþjónusta utan alfaraleiða á oft erfiðara uppdráttar og þarf að hafa meira fyrir því að laða til sín ferðamenn en staðir í grennd við höfuðborgina og hringveginn. Í síðustu viku tók Kastljós stöðuna á Raufarhöfn og Ásbyrgi. Við tökum fyrir Norðvesturland í þætti kvöldsins.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri komu í myndver og ræddu stöðuna á kaldari svæðum; leiðir til úrbóta og tækifæri. Þeir fóru líka yfir óvissu í greininni í kjölfar tollahækkana í Bandaríkjunum.
Vísindamenn við Háskóla Íslands vinna nú að rannsókn til að komast að hversu mikil uppsöfnuð eiturefni er að finna í líkömum fólks. Við kynntum okkur rannsóknina.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Fljótsdalshéraðs og Garðabæjar eigast við í undanúrslitum.
30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Farið er á slóðir Íslandskaupmanna í Kristjánshöfn og við Norðurbryggju. Sumir þeirra voru vellauðugir og valdamiklir menn, aðrir eiga ættboga á Íslandi. Egill og Guðjón rifja upp siglingar Gullfoss til Kaupmannahafnar og skoða byggingar sem tengjast dönskum óvinum Jóns Arasonar.
Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í Stúdíó A í RÚV.
Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í Stúdíó A í RÚV. Í kvöld koma fram þau Elíza Newman, Emmsjé Gauti og hljómsveitin Kronika.
Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Baðtími er frábær skemmtun. Eddi strútapabbi fær að kynnast því. Og lyktinni..
Fimm góð ráð til að verða betri í einhverju t.d. húlla, skrifa sögu, dansa, fótbolta, slaka á og skapa tónlist.
Við getum þetta öll! Einn, tveir og byrja að æfa sig.
Emmsjé Gauti rappari tónlistarmaður kennir okkur 5 TRIX í tónlistargerð.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að frávik hafi átt orðið þegar starfsmaður í blóðtöku hryssa veittist ítrekað að dýrunum. Dýraverndarsamtök Íslands furða sig á að stofnunin hafi ekki gengið lengra og segja ljóst að reglur hafi verið margbrotnar. Þau fara fram á lögreglurannsókn.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hefur ekki áhyggjur af rekstri fyrirtækisins þótt Donald Trump leggi tolla á innflutt lyf eins og hann gaf í skyn í gær. Óvissa á mörkuðum sé þó aldrei af hinu góða, en fyrirtækið sé vel í stakk búið til að takast á við hana. Baldvin Þór ræddi við Róbert.
Hvenær á að byrja að slá grasið í garðinum, vökva og sinna vorlaukum? Garðyrkjufræðingurinn Konráð Bragason fer yfir það helsta sem huga þarf að í garðinum í lok þáttar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar förum við vestur í Dali. Í dagskrárliðnum Bókum og stöðum skoðum við skáld sem voru í Saurbænum. Steinn Steinarr ólst þar upp, Jóhannes úr Kötlum var þar kennari og þar stundaði Stefán frá Hvítadal búskaparbasl. Við förum einnig á fæðingarstað Steins innst í Ísafjarðardjúpi. Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir dvelur í mikilli náttúrufegurð á Skarðsströnd. Við heimsækjum hana til að ræða um bókina Bláleiðir sem fjallar um líf hennar og list og sitthvað fleira. Oddný Eir Ævarsdóttir, dóttir Guðrúnar, er höfundur textans í þessu einstaka bókverki. Ungt skáld frá Akureyri, Sölvi Halldórsson, segir okkur frá nokkuð óhefðbundinni ljóðabók sinni sem nefnist Þegar við vorum hellisbúar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Þín eru sárin eftir Þórdísi Þúfu, Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haraldar Ólafssonar og Svip brotanna eftir Þóri Óskarsson en sú bók segir frá skáldinu Bjarna Thorarensen.
Stuttir finnskir þættir um prjónaskap. Eva Pursiainen byrjaði líkt og margir aðrir að prjóna í kórónuveirufaraldrinum. Í þáttunum skoðar hún hvers vegna hálfgert prjónaæði hefur gripið um sig í heiminum á síðustu árum og fjallar um ýmis jákvæð áhrif þess að prjóna.
Þýsk leikin þáttaröð frá 2022. Árið 1920 flytur hin unga Vicky Maler frá æskuheimili sínu á landsbyggðinni til Berlínar þar sem hún fær vinnu í frægri stórverslun og kynnist ástinni í fyrsta sinn. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2023. Aaju Peter er þekktur lögfræðingur af Inúítaættum sem hefur helgað sig baráttunni fyrir réttindum fólks síns. Í myndinni fylgjumst við með vinnu hennar við að stofna frumbyggjaráð á vettvangi Evrópusambandsins á sama tíma og hún er á sinni eigin persónulegu vegferð eftir skyndilegt fráfall sonar síns. Leikstjórn: Lin Alluna.
Sænskir heimildarþættir frá 2023. Felix hefur í mörg ár orðið fyrir áreitni í gegnum nafnlaus smáskilaboð. Sendandinn ætlar ekki að gefast upp fyrr en hann hefur lagt líf Felix í rúst. Hver er á bak við skilaboðin? Hvað hefur Felix gert og getur hann stoppað þetta? Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.