Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Þáttur 3 af 6

Farið er á slóðir Íslandskaupmanna í Kristjánshöfn og við Norðurbryggju. Sumir þeirra voru vellauðugir og valdamiklir menn, aðrir eiga ættboga á Íslandi. Egill og Guðjón rifja upp siglingar Gullfoss til Kaupmannahafnar og skoða byggingar sem tengjast dönskum óvinum Jóns Arasonar.

Frumsýnt

17. jan. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Þættir

,