Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Eftir nær samfellda skerðingu frá því í Covid hefur þjónusta Strætó verið aukin, með fleiri ferðum og aukinni tíðni. Breytingarnar eru liður í undirbúningi á Nýju leiðarneti Strætós, sem tekur gildi árið 2031 þegar fyrstu hlutar borgarlínu verða tilbúnir. Við komumst að því Strætó stendur sig í samanburði við einkabílinn og ræðum við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó.
Úrræðagóður athafnmaður að nafni Tóti sló í gegn í gamanmyndinni Íslenski draumurinn, sem kom út fyrir 25 árum. Í tilefni af tímamótunum verður sérstök sýning á myndinni í BíóParadís. Við rifjum upp myndina og komumst að því hvar Tóti er í dag.
Pönk og lúpínur eiga sviðið á Listasafni Akureyrar þessa dagana. Við kynnum okkur málið.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.

Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2019. Leikstjórn og framleiðsla: Erla Hrund Halldórsdóttir
Stuttmyndin Aftur í tímann eftir Óla Kaldal fjallar um Grím sem er fúll út í foreldra sína vegna þess að hann fær ekki að eiga tölvu eins og vinir sínir. En hann kastast aftur í tímann og fær að kynnast heim þar sem eru engar tölvur.
Breskir gamanþættir frá 2022 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2012 um skosku prinsessuna Merídu sem er lunkin bogaskytta og fer sínar eigin leiðir. Þegar hún rýfur aldagamlan sið veldur hún uppnámi í konungsríkinu og leitar aðstoðar gamallar nornar sem veitir henni eina ósk. Óskin hefur þó alvarlegar afleiðingar og Merída verður að reiða sig á eigin styrk og hugrekki til að koma hlutunum í samt lag áður en það er um seinan.
Breskir glæpaþættir frá 2022 um skosku rannsóknarlögreglukonuna Karen Pirie. Í kjölfar stöðuhækkunar innan skosku lögreglunnar hefur hún rannsókn á gömlu, óleystu morðmáli og kemur auga á ýmsa vankanta í upphaflegu rannsókninni. Aðalhlutverk: Lauren Lyle, Chris Jenks og Emer Kenny. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.