
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Heimildarþáttur þar sem Eva Ruza og systur hennar heimsækja Króatíu. Þær þekkja landið betur en flestir, enda er pabbi þeirra þaðan. Á ferðalaginu kynna þær sér sögu Balkanskagastríðsins og hvaða áhrif það hefur haft á landið, ásamt að heimsækja SOS Barnaþorpin sem ná ekki að sinna öllum sem þurfa aðstoð.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Á íslenskt lista- og íþróttafólk að sniðganga alþjóðlega viðburði þar sem Ísrael tekur þátt? Eftir því hefur verið kallað í eitt og hálft ár, allt frá því að Ísraelsher réðst inn í Gasa. En hversu mikið svigrúm hafa íslenskar menningarstofnanir og íþróttasambönd sem tefla fram fulltrúum í nafni Íslands, til að sniðganga alþjóðlega viðburði í mótmælaskyni? Óðinn Svan ræddi við Loga Einarsson, ráðherra menningarmála.
Mennta- og barnamálamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um framhaldsskóla. Hann vill að litið verði til fleiri þátta en einkunna þegar nemendur eru valdir inn í framhaldsskóla. Skiptar skoðanir eru um þessi áform. Gestir Kastljóss eru Snorri Másson þingmaður Miðflokksins og Guðrún Ragnarsdóttir prófessor við menntavísindasvið Háskóla Ísland.
Þjóðleikhúsið er 75 ára í ár og af því tilefni brá Guðrún Sóley sér í heimsókn.
Heimildarmynd frá 2022 um Auði Haraldsdóttur. Auður kom sem stormsveipur inn í íslenskt bókmenntasamfélag með skáldsöguna Hvunndagshetjuna, árið 1979. Hér ræðir Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, við Auði Haraldsdóttur um lífið og ferilinn. Álitsgjafar og samferðafólk Auðar ræða verk hennar og farið er yfir samfélagslegt- og bókmenntalegt mikilvægi þeirra. Einnig les Sigrún Edda Björnsdóttir, leikkona, nokkur brot úr bókum Auðar. Handrit og umsjón: Auður Jónsdóttir. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill og Guðjón fara um gamla bæinn í Kaupmannahöfn, á slóðir Árna Magnússonar, Jóns Sigurðssonar, Fjölnismanna og Jóns Helgasonar. Þeir heyra af forréttindum sem Íslendingar nutu við háskólann, en líka af döprum örlögum fjölda stúdenta og bruna sem Íslendingar hafa löngum talið einn sorglegasta atburð í sögu sinni.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Tvíburasambönd eru ólík. Sumir tvíburar vilja vera saman öllum stundum en aðrir þurfa rými og fjarlægð til að líða sem best. Í þessum þætti er veitt innsýn í samband tvennra tvíbura. Annars vegar Atla Freys og Breka Freys sem eru tvíeggja tvíburar og saman öllum stundum og hins vegar eineggja tvíburasystra, Védísar og Höllu, sem segja mikilvægt að tvíburar fái rými til að þroskast sem einstaklingar.

Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að útbúa eftirrétt fyrir börnin sín þegar það yngsta stelur hráefnunum. Eddi verður að ná því aftur svo allt húsið og börnin festist ekki í hlaupi.
Rýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hér dansa Arnaldur og Gabríel við lag Daða Freys Hvað með það?
Getur þú dansað með?
Endilega dragðu sem flesta úr fjölskyldunni með þér á dansgólfið - það er svo gaman.
Danshöfundur:
Sandra Ómarsdóttir
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hjónin Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir vilja taka að sér hinn 16 ára gamla Oscar Florez, kólumbískan dreng sem varð fyrir ofbeldi af hálfu föður síns sem jafnframt afsalaði sér forræði yfir honum. Þau hafa mætt ýmsum hindrunum og gagnrýna Barnavernd Hafnarfjarðar fyrir þeirra aðkomu að málinu.
Páskar eru handan við hornið og úrval eggja metfjölbreytt, við lítum í heimsókn til framleiðenda. Sjónvarsserían 112 Reykjavík er sýnd í Sjónvarpi Símans og samanstendur af 6 þáttum. Við ræðum við tvo af þremur leikstjórum - Reyni Lyngdal og Óskar Þór Axelsson ásamt leikurunum Kolbeini Arnbjörnssyni og Vivian Ólafsdóttur.
Heimildarmynd um sögu tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði hverja páska og fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2024. Í myndinni skyggnumst við á bak við tjöldin og kynnumst fólkinu sem stendur að hátíðinni og hefur gert hana að þeim einstaka menningarviðburði sem hún er. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Matthías Már Magnússon.
Velskir spennuþættir frá 2022. Blaðakonan Cat Donato snýr aftur á heimaslóðir sínar í Wales í von um að komast að því hvað varð um vinkonu hennar, Elu Roberts, sem hvarf fyrir 18 árum. Aðalhlutverk: Alexandra Roach, Joanna Scanlan og Iwan Rheon. Þættirnir eru ekki vð hæfi barna yngri en 12 ára.

Kvikmynd frá 2016 byggð á samnefndri metsölubók M. L. Stedmans. Hjónin Tom og Isabel eru vitaverðir á afskekktri ástralskri eyju og þrá ekkert heitara en að eignast barn. Þegar bát rekur á land með látinn mann og grátandi barn innanborðs ákveða þau að taka að sér barnið og ala það upp sem sitt eigið, en sú ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar. Leikstjóri: Derek Cianfrance. Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Alicia Vikander og Rachel Weisz. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænskir heimildarþættir frá 2023. Felix hefur í mörg ár orðið fyrir áreitni í gegnum nafnlaus smáskilaboð. Sendandinn ætlar ekki að gefast upp fyrr en hann hefur lagt líf Felix í rúst. Hver er á bak við skilaboðin? Hvað hefur Felix gert og getur hann stoppað þetta? Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.