Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Í fyrri hluta þáttarins koma Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík og Pétur H. Marteinsson rekstrarstjóri. Þau berjast um oddvitasætið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Í seinni hlutanum er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson sem er glænýr félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Við kynnumst þeim Stefáni Helga Stefánssyni og Sesselju Magnúsdóttur sem skipuleggja heimsóknir til heilabilaðs fólks og gleðja það með söng. Við hittum einnig Rakel Evu Sævarsdóttur sem vaknar eldsnemma tvisvar í viku allan ársins hring til þess að þjálfa og hvetja annað fólk til að hreyfa sig án þess að taka krónu fyrir.
Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.
Andri keyrir norður til Kanada og alla leið til Gimli, sem er nokkurskonar Mekka Vestur-Íslendinga. Þar fær hann skemmtilega leiðsögn um menningarsetur frænda okkar þar í bæ frá Tammy Axelsson. Hann skoðar strandlífið við Manitobavatn sem minnir óneitanlega á Majorka. Andri gerist svo boðflenna í afmæli hjá íslenskri fjölskyldu sem flutti til Gimli fyrir tveimur árum. Andri heimsækir einnig indjánann Wild Bill sem man tímana tvenna. Í tilraun til að upplifa það sem Vesturfararnir gengu í gegnum prófar Andri að nema land við White Rock. Um kvöldið dansar hann svo við Elvis eftirhermu og fer í bíó undir berum himni.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók við sem mennta- og barnamálaráðherra um helgina. Hún er þriðji ráðherrann til að gegna embættinu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem tók við fyrir rúmu ári síðan. Við ætlum að ræða við Ingu um verkefnin framundan og bera undir hana spurningar sem bárust frá almenningi fyrr í dag.
Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Við heimsækjum Castor miðlun í lok þáttar.
Heimildarmynd um rithöfundinn Þórarinn Eldjárn, feril hans og verk. Arthúr Björgvin Bollason tekur Þórarin tali og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Fjallað er um rithöfundaferil hans og ljóð, skáldverk og sagnfræðirit. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá 2011 í leikstjórn Martins Scorseses um ævi og feril bítilsins George Harrisons. Í myndinni er notast við viðtöl við samferðafólk Harrisons, myndefni frá tónleikum og ljósmyndir og upptökur úr einkasafni.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Draumar og raunveruleiki renna saman hjá Ditte þegar álagið eykst í kjölfar þess að hún er orðin aðalbjargvættur samfélagsins í húsinu. Gamlir félagar úr dönsku leyniþjónustunni skjóta upp kollinum og vilja kúga Ditte til að taka að sér afar vandasamt verkefni.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Eftir mögur ár mætti Ísland til Malmö og skellti Dönum með eftirminnilegum hætti. Aron Pálmarsson fór hamförum og leiddi Ísland til sigurs á Dönum, sem þá voru heimsmeistarar. Raunar hafa þeir verið heimsmeistarar síðan þá. Ekki nóg með að Ísland hafi lagt herraþjóðina að velli, heldur voru Danir slegnir svo út af laginu að þeir féllu úr keppni eftir riðlakeppnina. Íslenska liðið komst í millriðil en þar lauk veislunni og 11. sætið varð niðurstaðan. Aron Pálmarsson var áður nefndur en auk hans léku stór hlutverk Guðjón Valur Sigurðsson, en þetta reyndist hans síðasta stórmót og það 22. í röðinni, Björgvin Páll Gústavsson, Bjarki Már Elísson og Kári Kristján Kristjánsson.
A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Dreams and reality begin to blur for Ditte as the pressure mounts from becoming the building community’s main saviour. Old colleagues from the Danish intelligence service resurface, aiming to coerce Ditte into taking on an extremely difficult assignment.