24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum förum við austur yfir fjall og skoðum ýmsa staði nærri og á Selfossi – Kögunarhól, Tannastaði, hraunbolla undir brú, Hellisskóg og fleira.
Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Vestmannaeyjar í 50 ár er annar þátturinn af níu þar sem Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Einasson flakka um landið og rifja upp sjónvarpsefni frá síðustu fimmtíu árum. Í Vestmannaeyjum rifja þau upp komu Keikós, Polla og Pæjumót í fótbolta og beinar útsendingar frá eldgosi. Þá sjáum við brot úr vinsælu sjónvarpsþáttum Sigla himinfley. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn í garð og garðhýsi Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumanns. Salat lagt í ker, hreinsun í beði o.fl.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Nýir danskir heimildarþættir. Lögfræðingur með tengsl við undirheimana aðstoðar rannsóknarblaðamenn við að afhjúpa glæpastarfsemi á Norðurlöndunum.
Nýjar upplýsingar varpa nýju ljósi á gamalt sakamál. Hvaða hlutverki gegndu Amira og lögreglan í málinu?
Stuttir heimildarþættir um sjö íslenska ljósmyndara, vinnsluaðferðir þeirra og verk. Þættirnir spruttu upp úr þáttaröðinni Ímynd sem fjallaði um ljósmyndun og íslenska ljósmyndara. Framleiðsla og stjórn upptöku: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Ljósmyndararnir Benjamin Hardman og Eydís María Ólafsdóttir einbeita sér að landslags- og náttúrulífsljósmyndun. Ben er frá Ástralíu og hefur tæplega eina milljón fylgjenda á Instagram og hefur haft ómæld áhrif á áhuga ferðamanna á Íslandi.

Danskur þáttur frá 2020 um sjálfstæða fjárfesta sem dreymir um að þurfa ekki að reiða sig á mánaðarleg laun og vinna markvisst að því að láta drauminn rætast. Í þættinum deila þau með áhorfendum aðferðum sínum við að auka verðmæti með fjárfestingum.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta um rannsóknarlögreglukonuna Rachitu Ray. Þegar hjúkrunarfræðingur og foringi alræmdra glæpasamtaka eru myrt í skotárás við sjúkrahús í Birmingham tekur Ray við rannsókn málsins. Í fyrstu lítur þetta út fyrir að vera átök glæpagengja en eftir því sem rannsókninni vindur áfram kemur í ljós að málið er mun margslungnara. Aðalhlutverk: Parminder Nagra, Gemma Whelan, Patrick Baladi og Jan Puleston-Davies. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Fjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Stuttir breskir gamanþættir frá 2022 eftir Dylan Moran. Parið Dan og Carla stendur á tímamótum. Dan var nýlega sagt upp störfum og Carla veltir fyrir sér hvort lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Aðalhlutverk: Dylan Moran og Morgana Robinson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Beinar útsendingar frá leikjum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Leikur Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.