Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í fyrsta þættinum er rætt við Egil Eðvarðsson kvikmyndaleikstjóra. Egill nam myndlist við South Georgia College á árunum 1967 til 68. Hann hélt síðan áfram námi í Myndlista- og handíðaskólanum og útskrifaðist þaðan 1971. Sama ár var hann ráðinn einn af fyrstu upptökustjórum Sjónvarpsins og var sem slíkur í fremstu víglínu þeirra sem mótuðu dagskrárgerð fyrir íslenskt sjónvarp. Egill hefur gert bíómyndirnar Húsið og Agnes og meðal helstu sjónvarpsmynda hans eru Steinbarn, Djákninn og Dómsdagur. Jón Egill Bergþórsson stjórnaði upptökum.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þriðja þætti eigast við lið Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.
Fyrir Hafnarfjörð keppa Gísli Ásgeirsson, Silja Úlfarsdóttir og Elíza Lífdís Óskarsdóttir og lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson, Theodór Kjartansson og Jón Páll Eyjólfsson.
Heimildarþáttaröð frá 1990 sem fjallar um hernám Breta á Íslandi og varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjónarmaður er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir.
Í þriðja þætti er fjallað um samskipti hermanna við íslenskt kvenfólk.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Guðni Gunnarsson þjálfari og heilræktarfrömuður er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli. Þau ræða hamingjuna, ábyrgð og sátt við lífið og annað fólk.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.