Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Forseti Íslands setti Alþingi í dag og ný ríkisstjórn kynnti sína fyrstu þingmálaskrá á blaðamannafundi í gær. Við fórum yfir komandi þingvetur og helstu málin með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi kvöldsins.
Um 95 prósent fyrirtækja á Íslandi eru lítil fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn. Sum hafa verið í eigu sömu fjölskyldu áratugum saman en önnur hafa skipt um eigendur reglulega. Við ætlum að segja nokkrar sögur úr atvinnulífinu á næstunni og byrjum á tveimur vinum sem ákváðu að stökkva út í djúpu laugina og kaupa steinsmiðju án þess að þekkja nokkuð til steinsmíði.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.