15:05
Ísland: bíóland
Íslenska kvikmyndavorið
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Íslenska kvikmyndavorið ríkti um og upp úr 1980. Aðdraganda þess má rekja um tuttugu ár aftur í tímann. Hann leiddi til stofnunar Kvikmyndasjóðs, sem lagði grunninn að samfelldri framleiðslu íslenskra kvikmynda. Litið er meðal annars á myndirnar Morðsaga, 79 af stöðinni, Land og synir, Óðal feðranna, Hrafninn flýgur, Með allt á hreinu, Nýtt líf, Atómstöðin og Á hjara veraldar.

Er aðgengilegt til 16. apríl 2025.
Lengd: 1 klst. 9 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,