Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Forseti Íslands setti Alþingi í dag og ný ríkisstjórn kynnti sína fyrstu þingmálaskrá á blaðamannafundi í gær. Við fórum yfir komandi þingvetur og helstu málin með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi kvöldsins.
Um 95 prósent fyrirtækja á Íslandi eru lítil fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn. Sum hafa verið í eigu sömu fjölskyldu áratugum saman en önnur hafa skipt um eigendur reglulega. Við ætlum að segja nokkrar sögur úr atvinnulífinu á næstunni og byrjum á tveimur vinum sem ákváðu að stökkva út í djúpu laugina og kaupa steinsmiðju án þess að þekkja nokkuð til steinsmíði.
![Útsvar 2008-2009](/spilari/DarkGray_image.png)
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við lið Ísafjarðarbæjar og Grindavíkur. Lið Ísfirðinga skipa Baldur Trausti Hreinsson, Hildur Halldórsdóttir og Jónas Tómasson og fyrir Grindavíkinga keppa Ásgeir Berg Matthíasson, Frímann Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson.
![Þetta er bara Spaug... stofan](/spilari/DarkGray_image.png)
30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
![Af fingrum fram II](/spilari/DarkGray_image.png)
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
![Eldað með Ebbu](/spilari/DarkGray_image.png)
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti býr Ebba Guðný til ís með aðstoð dóttur sinnar. Einnig útbýr hún mexíkanska súpu, grænmetisböku og súkkulaðiköku án eggja.
![Dýrin taka myndir](/spilari/DarkGray_image.png)
Kvikmyndatökumaðurinn Gordon Buchanan hannar búnað með hjálp vísindamanna sem gerir dýrunum kleift að taka sjálf upp þættina.
![KrakkaRÚV](/spilari/DarkGray_image.png)
![Strumparnir II](/spilari/DarkGray_image.png)
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
![Háværa ljónið Urri](/spilari/DarkGray_image.png)
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
![Ólivía](/spilari/DarkGray_image.png)
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
![Fjölskyldufár](/spilari/DarkGray_image.png)
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðhræddur um að ketilbjallan sem dóttir sín notar við lyftingaæfingar muni meiða hana og reynir að taka hana í burtu áður en það verður of seint!
![Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Vika 6 er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Hvern berð þú þig saman við? Er það gagnlegt? Eða eru jafnvel til aðrar leiðir sem kannski eru heilbrigðari fyrir okkur. Sjáðu hvað viðmælendur okkar fyrir Viku 6 ræddu um varðandi fyrirmyndir og óþarfa samanburð.
![Lag dagsins](/spilari/DarkGray_image.png)
Íslensk tónlistarmyndbönd.
![Vikinglottó](/spilari/DarkGray_image.png)
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
![Íþróttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Íþróttafréttir.
![Veður](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfréttir.
![Stefnuræða forsætisráðherra](/spilari/DarkGray_image.png)
Bein útsending frá Alþingi þar sem forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana.
![Poppstjörnur á skjánum](/spilari/DarkGray_image.png)
Heimildarþættir sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
![Tíufréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
![Veður](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfréttir
Finnskir spennuþættir frá 2024. Þegar lest keyrir út af sporinu og veldur sprengingu í smábæ í Finnlandi fær Marita Kaila það hlutverk að leiða rannsókn á tildrögum slyssins. En rannsóknin dregur líka fram erfiðar minningar úr hennar eigin fortíð. Aðalhlutverk: Leena Pöysti, Mikko Kauppila og Juho Milonoff. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
![McCurry - litbrigði lífsins](/spilari/DarkGray_image.png)
Heimildarmynd frá 2021 um ævi og feril ljósmyndarans Steve McCurry, sem er þekktastur fyrir hina frægu ljósmynd sína „Afganska stúlkan.“ Á 40 ára starfsferli sínum hefur hann lagt ýmislegt á sig til að ná myndum sem hafa endað á meðal þekktustu ljósmynda heims.
![Krakkafréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
![Fréttir (með táknmálstúlkun)](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
![Fram - Stjarnan](/spilari/DarkGray_image.png)
Beinar útsendingar frá leikjum í bikarkeppni kvenna í handbolta.
Leikur Fram og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta.