
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við kynnumst hundinum, og skoðum saman af hverju hann er svona áhugaverður
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Í lokaþætti Alla leið í ár hlustum við á lögin 6 sem sjálfkrafa eru komin áfram í aðalkeppni Eurovision. Þau Felix Bergsson, Gunna Dís og Gunnar Birgisson eru á sínum stað en fá til sín Fannar Sveinsson og Selmu Björnsdóttur. Einnig munu liðin spá fyrir um hverjir verða í efstu 10 sætunum í Eurovision 2025 sem haldin verður 17. maí í Basel, Sviss.
Sænskir heimildarþættir frá 2023 um fornleifafundi í Svíþjóð. Bátagrafir frá víkingaöld sem fundust fyrir utan Uppsali hafa leitt ýmislegt í ljós, bæði um ferðalög á víkingaöld og stríðsmenn Eiríks sigursæla Svíakonungs. Þar að auki er fjallað um fjársjóð sem fannst í skógi nálægt Alingsås sem reyndist stærsti bronsaldarfundur í Svíþjóð.
Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.

Tónlistar- og skemmtiþættir um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum Hin og þessi tímabil í popp- og dægurmenningarsögunni í tónum og tali. Umsjón: Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Í þætti kvöldsins er fjallað um Eurovision-fárið sem hefur staðið yfir með hléum frá 1956. Framlag Íslendinga í Eurovision 2021 verður frumflutt í þættinum.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fáum við að kynnast hrafninum og hans lifnaðarháttum. Við skellum okkur í bað á Tálknafirði og tökum í spil á Hornafirði. Við förum síðan á Hellissand og kynnum okkur orkusteina.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM karla í handbolta 2026.
Upphitun fyrir leik Íslands og Georgíu í undankeppni EM karla í handbolta.

Leikir ú undankeppni EM karla í handbolta.
Leikur Íslands og Georgíu í undankeppni EM karla í handbolta.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM karla í handbolta 2026.
Uppgjör á leik Íslands og Georgíu í undankeppni EM karla í handbolta.


Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.

Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.
Samansafn af klippum úr Stundinni okkar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki.
Ásta fer og kynnir sér starf kúska. Kúskar eru aðstoðarmenn á reiðnámskeiðum barna, hjálpa til með krakkana og moka skít. Rætt við Hrafnhildi og Svölu sem sinna þessu starfi.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Löngum hefur trú á álfa og huldufólk verið mikil á Íslandi. Í kirkju á Suðurlandi er að finna kaleik sem sagður er vera frá 14. öld. Sagan segir að kaleikurinn sé kominn frá álfum og gæddur slíkum töframætti að fólk gerði sér ferð í kirkjuna til að drekka af honum í von um bata. En hvaðan kemur þessi kaleikur og hefur hann töframátt? Kemur hann frá álfum eða gæti þetta jafnvel verið hinn heilagi kaleikur?
Sannsöguleg leikin þáttaröð um eitt stærsta réttarfarshneyksli í sögu Bretlands. Hundruð útibússtjóra hjá breska póstinum voru ranglega ákærðir og dæmdir fyrir fjársvik sem rekja mátti til galla í hugbúnaðarkerfi póstsins. Aðalhlutverk: Toby Jones, Monica Dolan, Julie Hesmondhalgh og Will Mellor.
Fjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Dönsk heimildarmynd frá 2023. Kvikmyndagerðarmaðurinn Christoffer Guldbransen varpar nýju ljósi á Roger Stone, bandamann Donalds Trump til margra ára. Þar að auki er fjallað um MAGA-hreyfinguna og árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.