Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill alls ekki að sonur sinn knúsi snjókarlinn, því hann er dauðhræddur um að hann verði næli sér í pest vegna kuldans!
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Davíð Tómas Tómasson, Hörður Unnsteinsson, Margrét Erla Maack og Una Sighvatsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Dagur Hjartarson, Helga Braga Jónsdóttir og Jakob Bjarnar Grétarsson.
Berglind Festival hefur kosningaumfjöllun sína og kynnir til leiks raunveruleikaþættina Atkvæðið er blint.
ÁSDÍS lokar þættinum með laginu Beat of your heart.
Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Svitlana og Tymofii Pylypenko eru tvö af tæplega fimm þúsund Úkraínubúum sem hafa flúið stríðið til Íslands. Þau vildu komast sem lengst frá átökunum. Við hittum þau þegar þau eru nýkomin til landsins og svo aftur ári síðar. Við kynnumst Denis Grbic sem flúði stríðið í Júgóslavíu sem barn og við hittum Najlaa Attaallah frá Gaza sem þurfti að vera fjarri börnum sínum í ellefu mánuði til að tryggja þeim öruggt líf. Við sláumst einnig í för með hópi fólks frá Venesúela sem vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins á meðan þau bíða afgreiðslu umsókna sinna um vernd hér á landi.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Torg kvöldsins var tileinkað ungum kjósendum. Hvaða mál skipta þá mestu máli fyrir kosningarnar, hvar sækja þau upplýsingar og eru flokkarnir að höfða til þeirra. Þátttakendur í pallborði voru Hjördís Freyja Kjartansdóttir, 19 ára stúdent úr FÁ og formaður ungliðahreyfingar UNICEF, Kjartan Leifur Sigurðsson, 21 árs lögfræðinemi, Anna Sonde, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, 18 ára stallari nemendafélags Menntaskólans við Laugarvatn, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, 24 ára meistaranemi í alþjóðasamskiptum og Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræðinemi, 21 árs.
Auk þess var rætt við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga.
Heimildarmynd frá 2017 um Vilberg Vilbergsson, sem er betur þekktur sem Villi Valli. Hann hefur verið kallaður krúnudjásn vestfirsks tónlistarlífs og var hann aðeins ellefu ára þegar hann lék í fyrsta sinn fyrir dansi á Flateyri. Dagskrárgerð: Snævar Sölvason og Jón Sigurpálsson. Framleiðandi: Edinborg Menningarmiðstöð.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Kristinn Hallsson óperusöngvari var meðal þeirra sem settu svip sinn á íslenskt tónlistarlíf um sína daga. Hann lauk námi við Konunglega tónlistarháskólann í Lundúnum á sjötta áratugnum og kaus að starfa heima eftir það. Hann söng hér fjölmörg óperuhlutverk, kom oft fram sem einsöngvari og var um langt skeið ein helsta burðarstoð Karlakórsins Fóstbræðra. Dagskrárefnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Enn hverfur Kiljan norður í Húnavatnssýslu á slóðir frægasta morðmáls Íslandssögunnar. Viðmælandinn er Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum en Þrístapar, þar sem aftaka Agnesar og Friðriks fór fram, er einmitt í landi Sveinsstaða. Magnús hefur margvísleg tengsl við þessa örlagasögu og hefur nú ritað um hana bókina Öxin, Agnes og Friðrik. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Sporðdrekar. Birgitta Björg Guðmarsdóttir er mjög efnilegur ungur höfundur og ræðir við okkur um bók sína Moldin heit. Þórdís Gísladóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni sem heitir Aðlögun og flytur bráðskemmtilegt kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Móðurást - Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Afhending Íslensku menntaverðlaunanna á Bessastöðum, þar sem verðlaunað er fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir halda áfram að æfa Barfly með Jeff Who? og semja íslenskan texta við lagið. Við kynnumst nokkrum þekktustu gítarleikurum tónlistarsögunnar og sjáum að lokum hljómsveitina flytja lagið. Hljómsveitarmeðlimir: Elísabet Hauksdóttir, Hjörleifur Daði Oddsson, Onni Máni Sigurðsson og Þorgerður K. Hermundardóttir. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Leiðangurinn er í Vestmannaeyjum í dag og við förum upp á nýjasta eldfjallið í eyjunni, Eldfell. Það er ýmislegt sem gengur á en tekst stelpunum að finna réttan stað græða hjartað í eldfjallið aftur?
Þáttakendur:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir
Anna Sif Sigurjónsdóttir
Fjallað er um barna- og ungmennabækur úr öllum áttum. Bókaormar KrakkaRÚV ræða við höfunda um bækurnar.
Guðrún Helgadóttir var einn ástælasta barnabókahöfundur landsins og lést í vor, 86 ára að aldri. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri, hefur þekkt Guðrúnu alla sína ævi og var síðasti ritstjóri hennar á rithöfundarferlinum. Sigþrúður kom í Krakkakiljuna og spjallaði við Emmu um Guðrúnu og barnabækurnar hennar fjölmörgu.
Umsjón: Emma Nardini Jónsdóttir
Bjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Bjarmi heldur áfram með skólaverkefnið sitt um skólahljómsveitina og kynnist nokkrum klárum stelpum sem spila á þverflautu.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Fyrsta lyfta landsins var vígð árið 1921 í húsi Eimskipafélagsins í Pósthússtræti sem nú hýsir Radisson Blu hótel. Þótti það vera undur og stórmerki að hægt væri að koma sér svona á milli hæða. Flest höfum við á einhverjum tímapunkti stigið fæti inn í lyftu en fáir þó sennilega eytt meiri tíma í lyftum og lyftugöngum heldur en Jón Þorkelsson rafvirkjameistari sem vinnur við að lagfæra þær. Tæknin hefur þróast hratt í gegnum tíðina og er óhætt að segja að himinn og haf sé á milli elstu lyftanna og þeirra nýjustu.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Sjónvarpsþáttaröð fyrir alla fjölskylduna sem gerist í Lundúnum á Viktoríutímanum. Hetty, Sheila og Gideon sinna þjónustustarfi á stóru heimili í Hampstead. Hetty vonar að erfiðleikar fortíðarinnar séu að baki en á nýja vinnustaðnum leynast ýmis leyndarmál. Aðalhlutverk: Isabel Clifton, Dasharn Anderson og Polly Allen.
Ævintýraleg kvikmynd fyrir alla fjölskylduna. Emma Thompson snýr aftur sem stranga barnfóstran Fía fóstra. Nú kemur hún til aðstoðar ungri móður sem á í mesta basli með óþekktarormana sína. Aðalhlutverk: Emma Thompson, Maggie Gyllenhaal og Ralph Fiennes. Leikstjóri: Susanna White.
Sannsöguleg kvikmynd frá 2021 í leikstjórn Kevin Macdonald. Mohamedou Ould Slahi, fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, er haldið án ákæru í meira en áratug. Hann leitar hjálpar lögfræðingsins Nancy Hollander til að losna úr fangavistinni. Aðalhlutverk: Tahar Rahim, Jodie Foster og Benedict Cumberbatch. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
Íslandsmeistaramótið í sundi í 25m laug.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.