Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Umfjöllun um þau málefni sem helst brenna á kjósendum fyrir kosningar heldur áfram í Kastljósi. Að þessu sinni eru það heilbrigðismálin en þar eru fjölmörg verkefni sem bíða nýrrar stjórnar. Viðmælendur eru Rúnar Vilhjálmsson prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Auk þess verður haldið áfram að varpa upp hinni hliðinni á formönnum flokkanna og komið er að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Stuttir breskir gamanþættir frá 2022 eftir Dylan Moran. Parið Dan og Carla stendur á tímamótum. Dan var nýlega sagt upp störfum og Carla veltir fyrir sér hvort lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Aðalhlutverk: Dylan Moran og Morgana Robinson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Deilur milli glæpagengja valda glundroða á götum Belfast og nýliðum innan lögreglunnar er ýtt út á ystu nöf bæði í starfi og einkalífi. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Katherina Devlin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Dramatískir gamanþættir frá BBC. Lífið getur verið strembið fyrir unglækna á fæðingardeild á erilsömu sjúkrahúsi í London. Þeir reyna að samræma einkalífið og vinnuna þar sem stutt er milli hláturs og gráts. Aðalhlutverk: Ben Whishaw, Ambika Mod og Rory Fleck Byrne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.