Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur kvöldsins eru þau Esther Thalia Casey, Ólafur Egilsson, Arnar Eggert Thoroddsen og Bryndís Sigurðardóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Íris Birgisdóttir hefur staðið úti í rokinu í fimm ár. Hún vinnur að því að gera upp Framnes, hús úr sem var í eigu fjölskyldunnar, og leyfir landinu um leið að næra sig á meðan hún vinnur úr mikilli sorg. Við hittum hana svo aftur á tímamótum – þegar hún og dóttir hennar Anna eru að flytja inn. Við hittum ljóðskáldið Jakub Stachowiak sem elti ástina á íslenskunni til Íslands, við förum til fjalla og hittum flakkarann Lindu Ársælsdóttur sem virðist þrífast best í köldu loftslagi og fallegri náttúru. Og að lokum hittum við hjónin Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout og heyrum sögu af heimþrá.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Silfrið í kvöld er helgað stjórnarmyndunarviðræðum og nýrri stöðu í varnarmálum Íslands.
Gestir í fyrri hluta þáttarins eru Logi Einarsson, þingflokksformaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Hanna Katrín Friðrikson þingflokksformaður Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður og varaformaður Flokks fólksins og Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Í síðari hluta þáttarins er rætt við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fráfarandi utanríkisráðherra, og Val Ingimundarson sagnfræðing um breytta heimsmynd og þau verkefni sem bíða nýrrar ríkisstjórnar í varnarmálum Íslands.
Umsjónarmaður þáttarins er Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.