Tilraun sem stóð í þúsund ár

3. þáttur: Alræmt taugaveikisbæli

Taugaveiki herjaði á íbúa Flateyjar á Skjálfanda á fjórða áratug síðustu aldar og var faraldurinn svo skæður fólk forðaðist eyjuna. Í þriðja þætti er fjallað um veikindin og afleiðingar þeirra. Alls eru þættirnir sex í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár. Viðmælendur í þættinum eru: smitsjúkdómalæknarnir Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson og Guðrún Sigurpálsdóttir frá Baldurshaga í Flatey.

Frumflutt

29. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tilraun sem stóð í þúsund ár

Tilraun sem stóð í þúsund ár

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til taka sig saman um yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.

Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Þættir

,