?Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, er gestur þáttarins. Hildur tilkynnti nýlega að hún biði sig fram til forystu í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en hún hefur verið borgarfulltrúi flokksins síðan 2018. Rætt er við Hildi um nokkur málefni sem snerta borgina, umhverfismál, loftlagsmál og hvernig þau tengjast stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar, borgarlínu og einkabílinn. Hildur er einnig spurð um kynslóðaskipti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, hvernig fortíðin blasi við henni og framtíðin. Og við ræðum líka hvernig pólitíkin blasir við ungu fólki en Hildur hóf störf sem borgarfulltrúi rétt ríflega þrítug.
Frumflutt
16. jan. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.