Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ásta Kristín Benediktsdóttir, bókmenntafræðingur. Ásta Kristín hefur lokið doktorsprófi í hinsegin bókmenntum og birti í nýjasta hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, grein um eitt af helstu rannsóknarefnum sínum, Elías Mar, rithöfund. Rætt er við Ástu um hinsegin bókmenntir og hinsegin fræði, Elías Mar, skáldsögur hans og merkilegt safn einkaheimilda hans sem varpa ljósi á sögu samkynhneigðra hér á landi um miðja tuttugustu öldina, Vefarinn mikli eftir Halldór Laxness kemur við sögu sem hinsegin bókmenntir og við ræðum um þátt hinsegin menningar í tilkomu nútímans á Íslandi.
Frumflutt
24. jan. 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.