Níels og Napóleon

2. þáttur

Við vöknum í París og snæðum kjúklinga-marangó, tökum skyrtur úr þurrkaranum og förum í langþráð bað. Þar veltum fyrir okkur bréfaskriftum Napóleons en hvar sem hann var; á hestbaki, í baði, á vígvellinum og í fínum matarboðum, fann hann alls staðar tíma til skrifa og það mikið. Sagnfræðingar hafa fundið fjörutíu þúsund bréf sem Napóleon lét póstleggja. Hvert fóru öll þessi bréf?

Þar veltum við líka fyrir okkur styrjöldum fortíðar. Eftir blóðuga umbrotatíma byltingarinnar í Frakklandi var það sjálfur Napóleon sem færði frönsku þjóðinni nýju jólin sem höfðu legið í dvala.

Umsjón: Níels Thibaud Girerd

Handrit og hugmyndavinna: Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson

Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

27. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Níels og Napóleon

Níels og Napóleon

Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.

Þættir

,