
Málverkafalsanir
Falsararnir í stóra málverkafölsunarmálinu hafa aldrei verið stöðvaðir. Falsanir með þeirra handbragði hafa skotið upp kollinum á uppboðshúsum og listasöfnum að undanförnu. Í þessum þáttum af Þetta helst rekur Ólafur Ingi Jónsson, forvörður Listasafns Íslands, slóð falsaranna. Um er að ræða nýja anga af stærsta sakamáli Íslandssögunnar og einu umfangsmesta fölsunarmáli í Evrópu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.