Í þessum þætti er fjallað um ljóðabók Vilhjálms frá Skáholti „Vort daglega brauð“ sem út kom 1935. Þetta var önnur ljóðabók Vilhjálms og hafði að geyma sum hans frægustu ljóð, eins og til dæmis ljóðið „Jesús Kristur og ég“. Í bókinni er einnig ljóðið „Erling Ólafsson söngvari, In memoriam“ sem Sigfús Halldórsson samdi við lagið „Þú komst“. Margir kannast líka við ljóðið „Reykjavík“ sem hefst á orðunum „Ó, borg mín, borg“, en við það samdi Haukur Morthens þekkt lag. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Leifur Hauksson, en einnig er flutt hljóðritun þar sem Vilhjálmur sjálfur les eitt af ljóðum sínum.