Litla flugan

Summer kisses, Winter tears

Litla flugan gramsar í Elvis-plötum útvarpsins sem eru geymdar í efstu hillum elsta plötuskápsins í kjallara Efstaleitis 1. Kóngurinn syngur lög af plötunum Summer Kisses Winter Tears, Blue Hawaii, Pot Luck og Speedway, þar sem hann er í félagi við ungfrú Nancy Sinatra. Hin sínvinsæla dúettaplata Ray Charles og Betty Carter fer nokkra hringi á plötuspilaranum, sem og platan Do the Twist with Ray Charles, sem kom út 1961, en Bítlarnir slá botninn í þáttinn með nokkrum velvöldum lögum frá árunum 1964-65. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

22. nóv. 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,