Litla flugan

Grimasch om morgonen

Litlu flugunni er kært til Svíaríkis og tónlist þaðan er í forgrunni í þættinum. Fyrirferðarmestur á alla lund er Cornelis Vreeswijk, söngvaskáld, með tvær plötur í farteskinu: Ballader och grimascher, frá 1965, og Cornelis sjunger Taube, sem kom út 1969. Jazzlistin á líka sína fulltrúa, söngkonuna Monicu Zetterlund og píanóleikarann Jan Johansson, sem fengust við hinn þjóðlega sænska menningararf á plötunum Waltz for Debby og Jazz svenska, árið 1964. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

4. okt. 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,