Litla flugan

Orion kvintettinn og Elly Vilhjálms

Litla flugan dregur fram segulband sem útvarpinu barst fyrir nokkrum árum úr fórum Ólafs Stephensen píanóleikara. Þar leynist upptaka með Orion kvintettinum og söngkonunni Elly Vilhjálms, öllum líkindum gerð hjá Südwestfunk-útvarpsstöðinni í Baden-Baden, þegar kvintettinn lék sumarlangt í Þýskalandi árið 1956. Þetta eru einhverjar elstu upptökur sem varðveist hafa með söng Ellyar, sem þarna stóð á tvítugu, en hún söng inn á sína fyrstu hljómplötu fjórum árum síðar, 1960. Orion kvintettinn var stofnaður af gítarleikaranum Eyþóri Þorlákssyni í ársbyrjun 1956 og var þessi fyrsta áhöfn skipuð Andrési Ingólfssyni, Sigurði Guðmundssyni, Sigurbirni Ingþórssyni og Guðjóni Inga Sigurðssyni, auk Eyþórs. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

26. júlí 2014

Aðgengilegt til

20. des. 2024
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,