Litla flugan

Letkiss

Litla flugan stígur dansinn Jenka við undirleik finnsku Letkiss Allstars hljómsveitarinnar og rifjar líka upp íslenska Jenka-lagið um Lipurtá. Úr segulbandasafninu hljómar fágæt útgáfa af Ástardúetti Múla-bræðra með leikurunum Arnari Jónssyni og Sigríði Þorvaldsdóttur, og einnig tvö lög úr vorvertíðardagskrá með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar frá árinu 1971. Borgardóttirin Berglind Björk syngur lög úr söngleiknum Vellinum eftir Hrafn Pálsson og einnig koma Peggy Lee og Elly Vilhjálms við sögu. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

19. júlí 2014

Aðgengilegt til

13. des. 2024
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,