Litla flugan

Those lazy hazy crazy days of summer

Andrews systur hefja þáttinn með lögum af stóru plötunni „The Andrews sisters present“ en hún kom út 1963 og var stútfull af nýjum lögum. Þar syngja systurnar þrjár, LaVerne, Maxine og Patty m.a. um síðustu sumardagana - Those lazy, hazy, crazy days of summer. Litla flugan sækir heim hjónin Dorothy og Raymond Scott í heimahljóðver uppfinningamannsins Raymonds, og hittir einnig annað músíkalskt par, Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong, sem gerði dúettaplötuna „Ella and Louis“, árið 1956. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

30. ágúst 2014

Aðgengilegt til

24. jan. 2025
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,