Fjórða hver stúlka undir 19 ára aldri er beitt kynbundnu ofbeldi í nánu sambandi. Á tíu mínútna fresti er kona drepin af einhverjum sér nákomnum, samkvæmt væntanlegri skýrslu frá UN Women.
Ríkið mátti útiloka Reykjavíkurborg frá framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna kennslu barna með íslensku sem annað mál.
Úkraínuher er sagður hafa skotið breskum flugskeytum á skotmörk í Rússlandi í fyrsta sinn, en slíkt hefur verið óheimilt til þessa.
Útgerðarmaður á Dalvík hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann kærir formann atvinnuveganefndar fyrir óvönduð vinnubrögð við setningu laga um grásleppukvóta.
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú var tekin í morgun og framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor. Brúin á að vera tilbúin 2028.
Nemendur Tónlistarskólans á Ísafirði væru um þessar mundir í óðaönn að undirbúa jólatónleika, ef ekki væri lokað vegna verkfalls. Skólastjóri segist finna mikinn meðbyr með kennurum í samfélaginu.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir