Kvöldfréttir

Stuðlar opna á morgun og nýr oddviti Pírata í borginni

Barnamálaráðherra segir til standi fjölga rýmum fyrir börn í neyðarvistun í sérstöku húsnæði sem verður opnað á höfuðborgarsvæðinu innan tíðar. Stuðlar verða opnaðir á morgun gangi brunapróf á húsnæðinu eftir.

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður varð efst í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hafði betur í baráttu við þingmenn og borgarfulltrúa flokksins í borginni

Hagnaður Icelandair, frátöldum sköttum og vöxtum, var 11,4 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna.

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur síðustu vikur. Haldi svona áfram búast við neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember

Leit stendur enn yfir lifandi fólki í rústum húss í Beirút í Líbanon, sem hrundi til grunna í árás Ísraelshers í nótt. Átján voru drepnir í árásinni.

Frumflutt

22. okt. 2024

Aðgengilegt til

22. okt. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,