Alelda rúta og 3,8 milljónir í innheimtu vegna ógreiddra launa
Tæplega sextíu manns voru í rútu sem varð eldi að bráð í Skutulsfirði nú síðdegis. Allir sluppu ómeiddir en rútan er gjör-ónýt.
Sérfræðingar sem vinna einir á stofu geta ekki gert ADHD-greiningar í samræmi við klínískar leiðbeiningar heldur eiga þær að fara fram í teymisvinnu, segir varaformaður ADHD samtakanna. Aðeins einn af hverjum tíu fullorðinna sem hófu meðferð í fyrra fóru til ADHD-teymis heilsugæslunnar.
Formaður Eflingar segir kröfur upp á 3,8 milljónir króna í lögfræðiinnheimtu vegna ógreiddra launa veitingastaðarins Ítalíu og fleiri mál vera í vinnslu.
Ummæli á samfélagsmiðlum um innflytjendur í Bandaríkjunum hafa ýtt undir hatur. Í dag var skólum lokað í smábæ í Ohio vegna hótana.
Sjúkratryggingar Íslands semja nú í fyrsta sinn við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna um bakaðgerðir. Horft verður til reynslunnar af samningum um liðskiptaaðgerðir sem gefið hafa góða raun.