Fríða María elskar að ferðast og í hverjum þætti tekur hún fyrir land sem hún hefur nú þegar ferðast til eða langar að koma til í framtíðinni. Í þessum og næstu þáttum ferðumst við með henni til Suður-Afríku þar sem við lærum um landið á ferðalagi með Fríðu og fjölskyldu hennar. Í þessum þriðja þætti syndir Fríða með selum, sér bavíana og hittir strúta.