Könglar og kertaljós

Hangikjöt og uppstúf

Matarhátíðir eru ómissandi hluti af jólunum og það voru þær einnig fyrir rúmlega 1000 árum síðan. Í raun þóttu þær það ómissandi á þjóðveldisöld var það fest í lög brugga öl og birgja sig upp af mat fyrir hátíðina. Þótt þetta ekki fest í lög erum við einstaklega fastheldin á hefðirnar og höldum mikla tryggð við jólamatinn. Í fjórða og síðasta þætti Köngla og kertaljósa ætlum við skoða matarhefðir okkar á jólunum í gegnum tíðina. Rætt verður við þjóðfræðing, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík og matgæðing.

Lesarar: Magnús R. Einarsson og Andri Freyr Viðarsson

Frumflutt

18. des. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Könglar og kertaljós

Síðan hvenær varð það kappsmál baka 17 sortir fyrir jólin og gera eftirmynd af alþingishúsinu úr piparkökudeigi án þess blikna? Hvernig á velja jólatré og hvernig á koma í veg fyrir allt barrið falli af ? frysta frómas? Af hverju heitir hamborgarhryggurinn þessu nafni og hvernig á búa til gljáa á hann?

Aðventuþættirnir Könglar og kertaljós færa okkur aðeins nær jólunum og taka þátt í undirbúningnum með okkur. Saga jólahátíðarinnar verður skoðuð sem og saga nokkurra vel valinna muna sem tengja okkur svo sterkt við hátíðarnar eins og aðventukransinn, aðventuljósið og jólatréð og svo mætti áfram telja. Í þættinum verða líka ýmsir sérfræðingar teknir tali hvort sem þeir fást við blómaskreytingar, fornleifafræði, súkkulaðigerð, skógrækt, gullsmíði, sagnfræði eða kennslu í hússtjórn. Þeir munu leiða okkur í sannleikann um sögu smákökunnar, ísgerð, hvernig eigi matreiða rauðkál og margt fleira.

Umsjón hefur Gerður Jónsdóttir.

Þættir

,