Könglar og kertaljós

Fagurfræði jólanna og þúsund ára saga

Fyrsta sunnudag í aðventu fara margir í geymsluna, tína til kassa merkta ,,jól“ og færa inn á stofugólf. Um jólin er munum frá ólíkum tímabilum raðað saman í hillum og á jólatrjám landsmanna, og fagurfræðin víkur fyrir tilfinningalegu gildi hlutanna. En hversu gamlir eru þeir munir sem tengja okkur svo sterkt við jólahátíðina? Hversu lengi höfum við haldið jólin hátíðleg? Í fyrsta þætti Köngla og kertaljósa skoðum við sögu jólanna sem og nokkrar hefðir og muni sem tengja okkur svo sterkt við jólin. Rætt verður við fornleifafræðing, búðareiganda, gullsmið og blómaskreyti.

Lesarar: Erla Tryggvadóttir og Haukur Ingvarsson

Frumflutt

27. nóv. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Könglar og kertaljós

Síðan hvenær varð það kappsmál baka 17 sortir fyrir jólin og gera eftirmynd af alþingishúsinu úr piparkökudeigi án þess blikna? Hvernig á velja jólatré og hvernig á koma í veg fyrir allt barrið falli af ? frysta frómas? Af hverju heitir hamborgarhryggurinn þessu nafni og hvernig á búa til gljáa á hann?

Aðventuþættirnir Könglar og kertaljós færa okkur aðeins nær jólunum og taka þátt í undirbúningnum með okkur. Saga jólahátíðarinnar verður skoðuð sem og saga nokkurra vel valinna muna sem tengja okkur svo sterkt við hátíðarnar eins og aðventukransinn, aðventuljósið og jólatréð og svo mætti áfram telja. Í þættinum verða líka ýmsir sérfræðingar teknir tali hvort sem þeir fást við blómaskreytingar, fornleifafræði, súkkulaðigerð, skógrækt, gullsmíði, sagnfræði eða kennslu í hússtjórn. Þeir munu leiða okkur í sannleikann um sögu smákökunnar, ísgerð, hvernig eigi matreiða rauðkál og margt fleira.

Umsjón hefur Gerður Jónsdóttir.

Þættir

,