Kaflaskil

5. þáttur: Samstarf á milli skólastiga

Mjög gott samstarf er á milli stærstu grunnskóla Austurlands og tveggja framhaldsskóla á svæðinu, Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þetta hefur gefið góða raun og lögð er áhersla á hverjum nemanda fylgt úr hlaði með upplýsingum um viðkomandi. Mikill meirihluti þeirra sem ljúka grunnskólanámi velur bóknám þegar kemur framhaldsskólanum en verknám hefur unnið á. Bakgrunnur skiptir máli þegar kemur vali á framhaldsskóla. Viðmælendur í fimmta þætti Kaflaskila eru: Árni Ólason, Berglind Rós Magnúsdóttir, Birgir Jónsson, Elsa Eiríksdóttir, Sigrún Blöndal, Sæberg Sigurðsson og nemendur í Egilsstaðaskóla.

Frumflutt

14. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kaflaskil

Kaflaskil

Nemendur í 10. bekk eru þessar vikurnar sækja um framhaldsskólavist fyrir næsta vetur og möguleikarnir eru margir á þessum kaflaskilum í skólagöngu þeirra. Um leið er ekki sjálfgefið inngöngu í skólann sem er efstur á óskalistanum nema nemandinn með annaðhvort A eða B plús í öllu. Og er A í einum skóla það sama og A í öðrum?

Ef nemandi er með fötlun eða erlendan bakgrunn er síðan alls ekki víst skólinn sem viðkomandi hugnast best geti tekið á móti honum og framhaldsskólarnir eru misvinsælir. Því skipta lokaeinkunnir úr grunnskóla sköpum ef sótt er um vinsælustu framhaldsskólana. Í þáttaröðinni Kaflaskil er rætt við fólk sem þekkir vel til í völundarhúsi menntakerfisins á Íslandi.

Þáttaröðin Kaflaskil er framleidd af Rás 1.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Þættir

,