Kaflaskil

3. þáttur: Góður kennari er gulli betri

Góður kennari skiptir miklu máli og kennsla er gefandi starf en um leið erfitt. Það vantar fagmenntað fólk til starfa í grunnskólum landsins og ekki síst í greinum eins og íslensku og stærðfræði. Það er ekki nóg fjölga fagfólki heldur vantar líka nýtt og betra námsefni. Eins ekki gleyma mikilvægi læsis og lesskilnings á öllum stigum grunnskólans. Viðmælendur í þættinum eru: Gunnar Gíslason, Hjalti Halldórsson, Ívar Rafn Jónsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir, Oddur Ingi Guðmundsson, Ómar Örn Magnússon, Sigurgrímur Skúlason og nemendur í tíunda bekk Hagaskóla og Laugalækjarskóla.

Frumflutt

11. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kaflaskil

Kaflaskil

Nemendur í 10. bekk eru þessar vikurnar sækja um framhaldsskólavist fyrir næsta vetur og möguleikarnir eru margir á þessum kaflaskilum í skólagöngu þeirra. Um leið er ekki sjálfgefið inngöngu í skólann sem er efstur á óskalistanum nema nemandinn með annaðhvort A eða B plús í öllu. Og er A í einum skóla það sama og A í öðrum?

Ef nemandi er með fötlun eða erlendan bakgrunn er síðan alls ekki víst skólinn sem viðkomandi hugnast best geti tekið á móti honum og framhaldsskólarnir eru misvinsælir. Því skipta lokaeinkunnir úr grunnskóla sköpum ef sótt er um vinsælustu framhaldsskólana. Í þáttaröðinni Kaflaskil er rætt við fólk sem þekkir vel til í völundarhúsi menntakerfisins á Íslandi.

Þáttaröðin Kaflaskil er framleidd af Rás 1.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Þættir

,