Hver á landi fegurst er?

Fjórði þáttur

Hver eru áhrif The Biggest Loser? Hvers vegna borða táningar barnamat? Hvernig þróast átröskun? Virka megranir? Eru fitufordómar kerfisbundnir? Hver er saga líkamsþyngdarstuðulsins? Eru mannréttindi vera óáreittur í líkama sínum? Hvernig hristir maður upp í staðalímyndum? Ýtir Burlesque undir líkamsvirðingu? Reynt verður svara þessum og fleiri spurningum í fjórða þætti.

Þáttastjórnandi: Kristlín Dís Ingilínardóttir.

Viðmælendur: Hjalti Vigfússon, sviðshöfundur, Jóhanna Rakel, listakvár, Alma Mjöll Ólafsdóttir, blaðamaður, Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringafræðingur og Margrét Erla Maack, listakona og Burlesque mamma Íslands.

Frumflutt

15. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hver á landi fegurst er?

Hver á landi fegurst er?

Það er gömul saga og ekki er hægt treysta því sem fyrir augu ber. Oft er flagð undir fögru skinni eða prins í frosklíki. Við látum samt blekkjast af útliti, drögum ályktanir um hvaða innri mann manneskja hefur geyma án þess hafa kynnst henni, refsum ófríðu fólki og veitum þeim fögru forskot.

Líffræði og menning virðast eggja mannkynið áfram í ákveðinni útlitsdýrkun. Þriggja ára byrjum við dæma út frá útliti og hefur það gríðarleg áhrif í gegnum æviskeiðið. Þrátt fyrir útlitsstaðlar virðast alltaf hafa fylgt okkur hafa þeir tekið stakkaskiptum í gegnum tíðina og hinn svokallaði fullkomni líkami í dag hefði eflaust ekki þótt sérlega tilkomumikill fyrir nokkur hundruð árum.

Kristlín ræðir við sálfræðinga, vísindamenn, dansara, baráttufólk, lýtalækni, sagnfræðing og alla vini sína til reyna komast því hvar og hvenær útlitsfordómar byrja, hvaða áhrif þeir hafa og hvort það hægt breyta hausnum á sér.

Umsjón: Kristlín Dís Ingilínardóttir.

Þættir

,