Bókmenntir eftirstríðsáranna

Nýir sprotar spretta og gamlar greinar blómstra

6. maí 2007

Í þessum síðasta þætti er hugað bókmenntum sjötta

áratugarins, sagt er frá fyrstu ljóðabók Hannesar Péturs-

sonar Kvæðasafni, vitnað í dóm Stefáns Harðar Gríms-

sonar í Birtingi sama ár og í þáttinn Skáldið og ljóðið

sem Knutur Bruun og Njörður P. Njarðvík sáu um árið

1958. Kristín Anna Þórarinsdóttir heyrist lesa ljóð

Hannesar Hjá fljótinu og leikin er bútur úr samræðu um-

sjónarmanna og skáldsins. Þá er fjallað um Ragnheiði

Jónsdóttur og vitnað í þátt Dagnýjar Kristjánsdóttur

frá árinu 1997. Dagur Sigurðarson kemur við sögu og les.

Leikin lestur hans á ljóðinu Broddflugur frá árinu 1968.

Rætt er við Sigurð A. Magnússon um sjötta áratuginn

og við Ástráð Eysteinsson um Thor Vilhjálmsson og stöðu

skáldsögunnar á því tímabili. Leikin upptaka þar sem

Thor les úr Svipir dagsins og nótt frá árinu 1962.

Frumflutt

26. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bókmenntir eftirstríðsáranna

Bókmenntir eftirstríðsáranna

Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007

Þættir

,