Bókmenntir eftirstríðsáranna

Þáttur 1 af 4

Í þessum fyrsta þætti af fjórum er hugað þeim jarðvegi sem bókmenntir eftirstríðsáranna uxu upp af. Sagt er frá þjóðrækninni og bókum sem ekki féllu þeirri stefnu, m.a. Fornum ástum eftir Sigurð Nordal.

Flutt er:

Brot úr upphafi sögunnar Fornar ástir, upptaka frá 1956 (GE 20398). Þorsteinn Ö. Stephensen les.

Kafli úr bókinni Vorið hlær, eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Halla Margrét Jóhannesdóttir les.

Sagt er frá gagnrýni á sögurnar og vitnað í grein Árna Pálssonar í Skírni og grein Matthíasar V. Sæmundssonar "Að vera eða ekki", í Myndir á Sandi, frá 1983.

Rætt er við Jón Yngva Jóhannsson, bókmenntafræðing.

Leikið er brot úr þættinum Sinna frá árinu 1990 (DB-12418) þar sem heyrist í Þórunni Elfu Magnúsdóttur og Dagnýju Kristjánsdóttur, bókmenntafræðingi.

Steinn Steinarr flytur ljóð sitt Malbik (DB-48-2).

Gunnar Stefánsson les brot úr bókinni Hernámsáraskáld, eftir Jón Óskar (DB-9071-1-2).

Frumflutt

5. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bókmenntir eftirstríðsáranna

Bókmenntir eftirstríðsáranna

Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007

,