Beðmál í borginni og aldamótadætur

Þáttur 3 af 4

3. þáttur - Neysluhyggja

Tíska og hátískumerki eru gegnumgangandi í hinum byltingarkenndu sjónvarpsþáttum Sex and the City og mörgum aðdáendum þáttanna þykir gaman fylgjast með nýju og nýju „lúkki“ hjá þeim vinkonum. Þættirnir hafa hins vegar einnig verið gagnrýndir fyrir neysluhyggju og birta frekar einsleita mynd af efri stétt New York búa. Í þessum þriðja þætti skoða Sunna Kristín og Nanna Hlín ásamt viðmælendum sínum neysluhyggjuna og hvað fólki finnst gaman fallegum hlutum.

Viðmælendur: Alda Björk Valdimarsdóttir, Ásta Kristín Björnsson, Edda Guðmundsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir.

Umsjón og dagskrárgerð: Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nanna Hlín Halldórsdóttir

Frumflutt

5. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Beðmál í borginni og aldamótadætur

Beðmál í borginni og aldamótadætur

Æskuvinkonurnar Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Þættirnir hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1998 og voru teknir til sýninga á RÚV árið 2000. Spaugilegar kynlífssenur, fallegir skór, vinátta kvenna, einhleypa konan, misheppnuð ástarsambönd og margt fleira verður krufið í spjalli vinkvennanna sem ræða einnig við sérfræðinga og aðdáendur þáttanna.

Umsjón: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,