Beðmál í borginni og aldamótadætur

Þáttur 1 af 4

1. þáttur - Kynlífið

Aldamótaþættirnir Beðmál í borginni eða Sex and the City mörkuðu ákveðin tímamót í poppmenningu vegna þess hvernig þeir fjölluðu um kynlíf kvenna. Í þessum fyrsta þætti fjalla þær Sunna Kristín og Nanna Hlín ásamt viðmælendum sínum um kynlífið í þáttunum. Kómískar kynlífssenur, hvað virkar í kynlífi og hvað ekki? Og er hægt ræða það allt við vinkonur sínar?

Viðmælendur: Alda Björk Valdimarsdóttir, Ásta Kristín Björnsson, Birna Ósk Harðardóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Helgi Ómarsson, Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir og Lilja Reykdal Snorradóttir.

Umsjón og dagskrárgerð: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.

Frumflutt

21. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Beðmál í borginni og aldamótadætur

Beðmál í borginni og aldamótadætur

Æskuvinkonurnar Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Þættirnir hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1998 og voru teknir til sýninga á RÚV árið 2000. Spaugilegar kynlífssenur, fallegir skór, vinátta kvenna, einhleypa konan, misheppnuð ástarsambönd og margt fleira verður krufið í spjalli vinkvennanna sem ræða einnig við sérfræðinga og aðdáendur þáttanna.

Umsjón: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,