Á tónsviðinu

Lyndiseinkunnir Carls Nielsen

Í fornöld komu læknar fram með þá hugmynd fjórar lyndiseinkunnir stjórnuðu persónugerð allra manna: léttlyndi, þunglyndi, rólyndi og ákaflyndi. Lengi eimdi eftir af þessum kenningum og á árunum 1901-2 samdi danska tónskáldið Carl Nielsen sinfóníu sem hann kallaði "Lyndiseinkunnirnar fjórar" (De fire Temperamenter). Sinfónían var í fjórum þáttum og átti hver þeirra lýsa einni lyndiseinkunn. Í þættinum tónsviðinu" verða leiknir tveir þættir úr sinfóníunni og einnig verður fluttur söngvaflokkur sem Carl Maria von Weber samdi árið 1816, en þar er því lýst hvernig fjórir menn, hver með sína lyndiseinkunn, bregðast misjafnlega við vonbrigðum í ástamálum. Gamanópera Mozarts, "Leikhússtjórinn" kemur einnig við sögu, en þar keppa tvær ólíkar söngkonur um sama hlutverkið.

Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

29. ágúst 2024

Aðgengilegt til

30. nóv. 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,