12:40
Helgarútgáfan
Magga Eiríks minnst og meðmæli Ásu Dýra og Óttars Proppé

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Helgarútgáfan helgaðist að mestu leyti þeim fregnum að okkar fremsta tón- og textaskáld, Magnús Eiríksson hafi fallið frá daginn áður. Hans minning var heiðruð með örlitlu ágripi úr sögu þessa einstaka listamanns auk hans tónlistar og þessu öllu mun Rás 2 gera enn betur skil á næstu dögum og vikum. Við heyrðum í nokkrum aðdáendum Magnúsar, góðu fólki sem hefur einnig spreytt sig á dægurlagaforminu líkt og Magnús gerði svo vel og kannski einna best - það er nú kannski ekki hollt fyrir öll þau sem eftir Magga komu að reyna að stilla stöngina á Magnús Eiríksson í sínum lagasmíðum og reyna að hoppa yfir – en áhrif hans á allt tónlistarfólk er eflaust óumflýjanlegt. Og það góða fólk sem við heyrum í hér á eftir á það sammerkt að hafa hlustað, pælt og prófað sig í tónlistarveröld Magga Eiríks. Þetta eru þau Una Torfadóttir, Gunnar Lárus Hjálmarsson Dr. Gunni, Sváfnir Sigurðarson, Guðrún Ýr Eyfjörð GDRN og Bragi Valdimar Skúlason.

En við sleppum vitaskuld ekki föstum liðum og Meðmælasúpan góða, var á sínum stað. Þar litu við, þau Ása Dýradóttir verkefnastjóri hjá Tónlistarborginni Reykjavík sem er einnig kunn sem bassaleikari í hljómsveitinni Mammút en sú sveit sigraði Músiktilraunir Tónabæjar árið 2004 – og fyrrum ráðherra og einnig rokkstjarna séntilmaðurinn Óttarr Proppé. Þau ætla að segja okkur sitthvað um það sem þau hafa svona hnotið um skemmtilegt á síðustu misserum sem óhætt er að mæla með fyrir hlustendur.

EIns og vera ber þá var tónlistin að mestu úr ríkum sarpi Magnúsar Eiríkssonar, í bland við annað góðgæti:

Frá kl. 12:45:

BRUNALIÐIÐ - Ég er á leiðinni

STUÐLABANDIÐ - Elska þig enn

MAMMÚT - Rauðilækur

DR. SPOCK - Skítapakk

VALDIMAR - Karlsvagninn

MAGNÚS EIRÍKSSON - Braggablús

CAMERON WINTER - Love Takes Miles

Frá kl. 14:00:

MAGNÚS EIRÍKSSON & KK - Kóngur einn dag

MINNIE RIPERTON - Les Fleurs

MÚSIKHVATUR - Vals nr.1 (en ekki vals)

PÓNIK OG EINAR - Jón á líkbörunum

MAGNÚS EIRÍKSSON - Einhvers staðar, einhvern tímann aftur

KK OG MAGNÚS EIRÍKSSON - Hudson Bay

MANNAKORN - Lifði og dó í Reykjavík

RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Draumaprinsinn

Frá kl. 15:00:

JÓN JÓNSSON, SILVÍA NÓTT - Einhver þarf að segja það

KK & MAGNÚS EIRÍKSSON - Ómissandi fólk

MANNAKORN - Gamli góði vinur

MUGISON - Gúanó kallinn

CEASE TONE, RAKEL & JÓIPÉ - Ég var að spá

MANNAKORN - Bót á rassinn

KK - Á æðruleysinu

THE JAM - Going Underground

MANNAKORN - Kontóristinn

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 15 mín.
,