08:03
Morgunglugginn
Ál, kál og fiskveiðistjórnun
Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Í fyrri hluta þáttarins fjallaði Guðrún Hulda Pálsdóttir, pistlahöfundur Morgungluggans, um muninn á áli og káli, tómata og gígavattsstundir.

Gestur í seinni hluta þáttarins var Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi. Það vakti athygli á dögunum þegar hann sagði skyndilega af sér stjórnarformennsku í samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna ágreinings við framkvæmdastjóra og aðra stjórnarmenn, á sama tíma og Samtökin stóðu í ströngu við að verjast veiðigjaldsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Tónlist:

Söngur dýranna í Straumsvík - Spilverk þjóðanna

Innundir skinni - Ólöf Arnalds

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 57 mín.
,