16:05
Síðdegisútvarpið
Bananar, Stuðlabandið og bongóblíða á Egilsstöðum
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Síðdegisútvarpið 15. maí

Við fjölluðum í gær um þær breytingar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að fari verði í varðandi eftirlit með byggingarframkvæmdum hér á landi. Í gær var til viðtals Jón Sigurðsson sem er formaður Meistarafélags Húsasmiða sem segir að þessi mál séu búin að vera í algjöru rugli. En út á hvað ganga þessar breytingar sem HMS leggur til? Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræðir við okkur í Síðdegisútvarpinu í dag.

Meira en 200 tonn af fatnaði Íslendinga hafa verið brennd í Evrópu það sem af er þessu ári. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma sjónvarps í gær en það var Ólöf Rún Erlendsdóttir sem tók þessa frétt saman. Við ætlum að heyra í Ólöfu í þættinum og við fáum líka til okkar Gunnar Dofra Ólafsson sviðstjóra þjónustu og samskiptasviðs Sorpu.

Þjóðhátíðarlagið í ár var tilkynnt í dag og það er Stuðlabandið sem á það. Við ætlum að hita upp fyrir þjóðhátíð og auðvitað er það góða veðrið sem kemur okkur í gírinn. Stuðlabandið kemur til okkar í heimsókn og tekur nokkur þjóðhátíðarlög og við heyrum svo nýja lagið í ár.

Strákarnir í VÆB komu heldur betur sáu og sigruðu á þriðjudaginn þegar þeir komust í lokakeppnina á laugardaginn þvert á það sem Veðbankar höfðu spáð. Felix Bergsson var á línunni frá Basel og ræddi við okkur um Veðbanka og líklegar ástæður þess að þeir höfðu ekki alveg rétt fyrir sér að þessu sinni.

Árni Matthíasson sérfræðingur á fréttastofu RÚV og sérfræðingur Síðdegisútvarpsins kom til okkar og ræddi við okkur um banana.

En við byrjuðum á Egilsstöðum hvar hæstu hitatölur hafa borist og munu sennilega birtast um helgina. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum verður á línunni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,