07:03
Morgunútvarpið
15. maí - Nakba, Íslandsbanki og veður
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Við höldum áfram að ræða veðurblíðu næstu daga, nú við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann félags mannauðsfólks, og förum yfir áhrif veðurs á vinnu og vinnustaði.

Í dag er alþjóðlegur minningardagur um Nakba og Nakba-ganga verður á alþjóðlegum baráttudegi fyrir Palestínu, 17. maí. Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Ísland-Palestína og Lóa Hjálmtýsdóttir koma til okkar og segja okkur betur frá.

Sumarið er komið og grilllyktin allt umlykjandi þessa dagana. Hvað er heitast á grillinu sumarið 2025? Við heyrum í grillkónginum Alfreð Fannari Björnssyni.

Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka lýkur síðdegis í dag. Við ræðum stöðuna við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.

Cannes kvikmyndahátíðin er hafin og það hefur vakið athygli og jafnvel undrun að hátíðarhaldarar gáfu í upphafi hátíðar út reglur um klæðnað þar sem kemur m.a. fram að nektarklæðnaður hvers kyns sé bannaður. Búningahönnuðurinn Karen Briem mætir í spjall um málið.

Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og sjónvarpsspekingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum sjónvarpssumarið framundan.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,