Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann, og ræddi við Magnús Árna Skjöld, dósent við Háskólann á Bifröst. Þeir ræddu um breytta heimsmynd og stöðu Íslands, en í dag fer fram ráðstefna á vegum Háskólans í Norræna húsinu.
Jarðskjálftahrina stendur yfir við Grímsey. Við ræddum við Höllu Ingólfsdóttur, ferðaþjónustufrömuð og íbúa í Grímsey um skjálftana, veðrið, ferðaþjónustu og lífið og tilveruna.
Við fjölluðum svo um Ísland og seinni heimstyrjöldina þegar Gísli Jökull Gíslason kom í þáttinn og sagði frá nokkrum atburðum hér á landi í stríðinu.
Tónlist:
Kim Larsen - De smukke unge mennesker.
Aretha Franklin - A brand new me.
Andrews Sisters - Rum and coca cola.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Hjónin og tónlistarfólki Hilmar Örn og Björg ræða Strandakirkju, Grænland og segja frá flutningurinn á Carmina Burana núna á föstudagskvöldið með að hluta til nýrri þýðingu eftir Hjörleif Hjartarson, sem er félagi í Söngfjelaginu.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mýrdalshlaupið hefur tryggt sér sess meðal bestu og stærstu utanvegahlaupaviðburða á Íslandi síðustu ár og fer nú fram í 12. skipti þann 31. maí að Vík í Mýrdal. Allt skipulag og utanumhald hlaupsins er í höndum einnar fjölskyldu frá Vík og hlaupið er ræst í fjörunni í Vík og hlaupa allir keppendur upp á Reynisfjall vestan við þorpið þar sem leiðir skilja. Hlaupið er eitt mest krefjandi utanvegahlaup á Íslandi vegna mikillar hækkunar og lækkunar, mikils bratta og fjölbreytts undirlags. Guðni Páll Pálsson, einn af skipuleggjendunum og meðlimur fjölskyldunnar sem stendur að hlaupinu, kom til okkar í dag og með honum var Þorsteinn Roy Jóhannesson sem er einn besti utanvegahlaupari landsins.
Veðrið og margbreytileiki er auðvitað fyrirferðamikið í umræðunni, enda hefur það mikil áhrif á okkar daglega líf hér á eyjunni í Norður-Atlantshafi. Nú hefur opnað nýr veðurvefur á ruv.is og er hann síuppfærður með veðurupplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Lögð er áhersla á að greina frá veðurspánni á myndrænan hátt þar sem hægt er að skoða allar veðurstöðvar landsins og nágrenni þeirra og fá langtímaspár og ýmislegt fleira. Við heyrðum í Birgi Þór Harðarsyni vefstjóra ruv.is fengum hann til að segja okkur betur frá þessum nýja vef sem hægt er að finna á www.ruv.is/vedur og á www.vedurspa.is.
Í Landnámu er sagt frá landnámsmanninum Bjólfi, sem fyrstur nam Seyðisfjörð. Ekki er mikið meira fjallað um ferðir Bjólfs, en sagan segir að hann sé heygður hátt uppi í fjallinu. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem mun sitja á Bæjarbrún, fyrir neðan Baugstind, þar sem er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð og í raun til allra átta. Við slógum á þráðinn austur og töluðum við Aðalheiði Borgþórsdóttur, atvinnu- og menningarmálastjóri hjá Múlaþingi og fyrrum sveitarstjóri Seyðisfjarðar, og fengum hana til að segja okkur betur frá þessu verkefni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Dúddi rádd'okkur heilt / Stuðmenn og Eggert Þorleifsson (Sigurður Bjóla Garðarsson, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)
Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson, texti Hallgrímur Helgason)
Simple pleasures / Blood harmony (Ösp Eldjárn)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Það er óheppilegt að ríkið framlengi samning við ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin sé þegar farin að ræða hvernig brugðist verði við.
Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa sent varaskeifur til friðarviðræðna, sem áttu að hefjast í Tyrklandi í dag. Óvíst er hvort sendinefndir ríkjanna hittist yfir höfuð.
Margföld eftirspurn er eftir hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðinu lýkur síðdegis og þá ætti að skýrast hvort allur hlutur ríkisins verður seldur.
Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum þáði ekki boð dómsmálaráðherra um stöðu lögreglustjóra á Austurlandi.
Þingmaður Framsóknarflokksins vill að Alþingi skoði meðferð Ríkisútvarpsins á upplýsingum um njósnamálið. Menningarráðherra varar alfarið við slíkum afskiptum.
Hratt bætist í virkjunarlón Landsvirkjunar í hlýindunum. Blöndulón er að fyllast sem er óvenjulegt í sumarbyrjun. Það gæti aukið svigrúm til orkusölu; jafnvel til fiskimjölsverksmiðja sem hafa þurft að brenna olíu.
Hitamet gætu fallið í sumarblíðunni í dag. Búist er við að hiti fari yfir 20 stig í öllum landshlutum.
Fram og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis karla í handbolta. Tæp 30 ár eru síðan þessi Reykjavíkurstórveldi mættust síðast í úrslitaeinvígi.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Landeldi á laxi gæti orðið risastór atvinnugrein á Íslandi ef allt gengur að óskum hjá nokkrum fyrirtækjum sem eru hefja starfsemi í þessari grein hér á landi.
Þrátt fyrir þessi auknu umsvif landeldisfyrirtækja hefur umræðan um þessa tegund fiskeldis verið tiltölulega lítil. Ástæðan er meðal annars sú að svo mikil umræða hefur verið um sjókvíaeldi á eldislaxi þar sem fiskurinn er alinn í kvíum í sjó í fjörðum landsins en ekki uppi á landi.
Eitt af löndunum sem hefur lengri og meiri reynslu en Ísland af sjókvíaeldi og landeldi er Noregur. Í síðustu viku kom út gagnrýnin skýrsla hjá norsku umhverfisstofnuninni um starfsemi landeldisfyrirtækja þar í landi. Um er að ræða landeldisfyrirtæki sem eru að rækta laxaseiði sem svo eru sett út í sjókvíar hjá norskum laxeldisfyrirtækjum og látin stækka þar upp í sláturstærð.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Afstaða, félag fanga, fagnar 20 ára afmæli í ár. Félagið berst fyrir réttindum fanga og við ætlum að ræða formann félagsins, Guðmund Inga Þóroddsson, um fangelsismál almennt.
Refilskór, óðlega, tónfæri. Spjallmenni á borð við ChatGPT búa stundum til ný orð þar sem þau vantar og nota oft orð eins og þessi, sem enginn kannast við. Er gervigreindin þannig eins og barn á máltökuskeiði? Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar í dag og ræðir við okkur og Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, um nýyrðasmíði gervigreindarinnar.
Og að lokum fáum við tvö viðtöl sem Samfélagið tók á Ísafirði í síðustu viku - um hagræn áhrif ofanflóða, og áhrif loftslagsbreytinga á ofanflóðaáhættu.
Tónlist úr þættinum:
Weyes Blood - Andromeda (Radio Edit) (bonus track mp3).
Ólafur Kram - Blúndustelpan.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Í dag er það Sigríður Benediktsdóttir fjármálahagfræðingur og prófessor við Yale háskóla sem bregður sér á eyðibýlið. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Þórdís Gísladóttir hlaut í gær ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Aðlögun. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars; Í Aðlögun er atferli nútímamannsins skoðað frá ýmsum sjónarhornum, bæði af kímni og alvöru, í fortíð og framtíð, en þó mest í þessari fremur hversdagslegu nútíð sem flest okkar kalla daglegt líf. Vinningshafinn mætir í hljóðstofu og segir okkur frá bókinni. Doktor Óskar Örn Arnórsson flytur okkur sinn fyrsta pistil í nýrri pistlaröð um arkitektúr sem hann kallar einfaldlega Arkitektúr og... og Finnur Karlsson og Björn Steinar Sólbergsson segja okkur frá frumflutningi á tónverki Finns, Sköpun, og tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur og Kórs Hallgrímskirkju sem fara fram á sunnudag.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lestin lítur við á Borgarbókasafninu og hittir þar sýrlenska sýningarstjórann, listamanninn og aðgerðasinnan, Khaled Barakeh. Hann er að opna sýninguna Absenced þar sem hann sýnir verk eftir listafólk sem hefur verið þaggað niður í vegna stuðnings þess við Palestínu.
Það eru komin 18 ár frá því að söngleikurinn Leg eftir Hugleik Dagsson var frumsýndur. Í næstu viku munu útskriftarnemar á leikarabraut sýna verkið. Við spjöllum við Hugleik um ádeilu og grín, hnakka og trefla.
Fréttir
Fréttir
Ríkið selur allan hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk klukkan fimm í dag – 45,2 prósent en ekki aðeins þau 20 prósent sem gert var ráð fyrir í upphafi. Eftirspurn innanlands var fordæmalaus segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést.
Framlög vegna íþróttahúss KR verða skert um hundrað milljónir verði breytingatillögur borgarstjóra á fjárfestingaáætlun samþykktar. Framlög til selalaugar eiga að hækka um sextíu milljónir króna. Framkvæmdastjóra KR er brugðið yfir tillögunni.
Allt bendir til þess að fundur sendinefnda Úkraínu og Rússlands um friðarviðræður fari fram á morgun. Ekki er búist við stórtíðindum.
Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vill hraða sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Mismikil stemning er fyrir sameiningu.
Fimm stærstu útgerðarfélögin greiddu meira en þriðjung af því veiðigjaldi sem innheimt var á síðasta ári. Þau eiga eignir upp á hundruð milljarða og fingraför eigenda þriggja þeirra eru víða – ekki aðeins í sjávarútvegi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Brim, Samherji, Síldarvinnslan, Ísfélagið og Fisk-Seafood greiddu meira en þriðjung af heildarupphæð veiðigjalds á síðasta ári, eða 3,7 milljarða. Eignir þessara félaga hlaupa á hundruðum milljarða króna.
Ekkert varð af fundi forseta Úkraínu, Rússlands og Bandaríkjanna í Tyrklandi til að ræða um hvernig mætti binda enda á stríðið í Úkraínu en sendinefndir Rússa og Úkraínumanna ræðast við í Istanbúl í kvöld eða á morgun - og það verður í fyrsta sinn þrjú ár sem þær eiga í beinum viðræðum. Ekki ríkir þó mikil bjartsýni um vopnahlé.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Stolinn súpuilmur (Nígería)
Strákurinn sem fór í átkeppni við tröll (Noregur)
Kirkjusmiðurinn á Reyni (Ísland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Helgi Már Halldórsson
Jóhannes Ólafsson
Sigyn Blöndal
Ragnar Eyþórsson
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mýrdalshlaupið hefur tryggt sér sess meðal bestu og stærstu utanvegahlaupaviðburða á Íslandi síðustu ár og fer nú fram í 12. skipti þann 31. maí að Vík í Mýrdal. Allt skipulag og utanumhald hlaupsins er í höndum einnar fjölskyldu frá Vík og hlaupið er ræst í fjörunni í Vík og hlaupa allir keppendur upp á Reynisfjall vestan við þorpið þar sem leiðir skilja. Hlaupið er eitt mest krefjandi utanvegahlaup á Íslandi vegna mikillar hækkunar og lækkunar, mikils bratta og fjölbreytts undirlags. Guðni Páll Pálsson, einn af skipuleggjendunum og meðlimur fjölskyldunnar sem stendur að hlaupinu, kom til okkar í dag og með honum var Þorsteinn Roy Jóhannesson sem er einn besti utanvegahlaupari landsins.
Veðrið og margbreytileiki er auðvitað fyrirferðamikið í umræðunni, enda hefur það mikil áhrif á okkar daglega líf hér á eyjunni í Norður-Atlantshafi. Nú hefur opnað nýr veðurvefur á ruv.is og er hann síuppfærður með veðurupplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Lögð er áhersla á að greina frá veðurspánni á myndrænan hátt þar sem hægt er að skoða allar veðurstöðvar landsins og nágrenni þeirra og fá langtímaspár og ýmislegt fleira. Við heyrðum í Birgi Þór Harðarsyni vefstjóra ruv.is fengum hann til að segja okkur betur frá þessum nýja vef sem hægt er að finna á www.ruv.is/vedur og á www.vedurspa.is.
Í Landnámu er sagt frá landnámsmanninum Bjólfi, sem fyrstur nam Seyðisfjörð. Ekki er mikið meira fjallað um ferðir Bjólfs, en sagan segir að hann sé heygður hátt uppi í fjallinu. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem mun sitja á Bæjarbrún, fyrir neðan Baugstind, þar sem er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð og í raun til allra átta. Við slógum á þráðinn austur og töluðum við Aðalheiði Borgþórsdóttur, atvinnu- og menningarmálastjóri hjá Múlaþingi og fyrrum sveitarstjóri Seyðisfjarðar, og fengum hana til að segja okkur betur frá þessu verkefni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Dúddi rádd'okkur heilt / Stuðmenn og Eggert Þorleifsson (Sigurður Bjóla Garðarsson, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)
Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson, texti Hallgrímur Helgason)
Simple pleasures / Blood harmony (Ösp Eldjárn)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lestin lítur við á Borgarbókasafninu og hittir þar sýrlenska sýningarstjórann, listamanninn og aðgerðasinnan, Khaled Barakeh. Hann er að opna sýninguna Absenced þar sem hann sýnir verk eftir listafólk sem hefur verið þaggað niður í vegna stuðnings þess við Palestínu.
Það eru komin 18 ár frá því að söngleikurinn Leg eftir Hugleik Dagsson var frumsýndur. Í næstu viku munu útskriftarnemar á leikarabraut sýna verkið. Við spjöllum við Hugleik um ádeilu og grín, hnakka og trefla.

Tónlist úr ýmsum áttum.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við höldum áfram að ræða veðurblíðu næstu daga, nú við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann félags mannauðsfólks, og förum yfir áhrif veðurs á vinnu og vinnustaði.
Í dag er alþjóðlegur minningardagur um Nakba og Nakba-ganga verður á alþjóðlegum baráttudegi fyrir Palestínu, 17. maí. Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Ísland-Palestína og Lóa Hjálmtýsdóttir koma til okkar og segja okkur betur frá.
Sumarið er komið og grilllyktin allt umlykjandi þessa dagana. Hvað er heitast á grillinu sumarið 2025? Við heyrum í grillkónginum Alfreð Fannari Björnssyni.
Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka lýkur síðdegis í dag. Við ræðum stöðuna við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.
Cannes kvikmyndahátíðin er hafin og það hefur vakið athygli og jafnvel undrun að hátíðarhaldarar gáfu í upphafi hátíðar út reglur um klæðnað þar sem kemur m.a. fram að nektarklæðnaður hvers kyns sé bannaður. Búningahönnuðurinn Karen Briem mætir í spjall um málið.
Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og sjónvarpsspekingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum sjónvarpssumarið framundan.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Doddi mætti í stuttbuxunum í morgun og nóg var af sumartónlistinni í Morgunverkum dagsins
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-05-15
STEPHAN HILMARZ og MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Lúðvík.
MEZZOFORTE - Garden party - Millenium mix.
HJÁLMAR - Manstu.
JOHNNY NASH - I Can See Clearly Now.
My Morning Jacket - Time Waited.
MATT BIANCO - Half A Minute (80).
HURTS - Stay.
PAUL McCARTNEY&STEVIE WONDER - Ebony And Ivory.
Ragga Holm, Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel.
Laufey - Silver Lining.
BAGGALÚTUR - Tíu dropar af sól.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Stockwell, Bebe - Minor Inconveniences.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
ROBERT MILES - Children.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Gammar - Stay.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
Cyrus, Miley - End of the World.
BUCKETHEADS - The Bomb.
Dacus, Lucy, Hozier - Bullseye.
CMAT - Running/Planning.
Stereolab - Aerial Troubles.
Wet Leg - Catch These Fists.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
NAUGHTY BY NATURE - O P P.
SÓLDÖGG - Svört Sól.
Fatboy Slim - Praise you.
STJÓRNIN - Hey Þú.
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
ROSA LINN - SNAP.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
SUPERGRASS - Alright.
HREIMUR - Miðnætursól.
FUTURE SOUND OF LONDON - Papa New Guinea.
Helgi Björnsson - Lífið sem eitt sinn var.
Wet Leg - Catch These Fists.
STEREO MC's - Connected (edit).
VÆB - Róa.
Gunnar Þórðarson, Birgir Hrafnsson - Sólskin (LP) (Jónas R.).
Birgir - Bedtime Stories - kynning (plata vikunnar 2025, 20. vika).
Birgir - Bedtime Stories.
CMAT - Running/Planning.
PETER GABRIEL - Big Time.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með stjörnunum.
GusGus, Bngr Boy, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Tatjana - Partýið er þú og ég.
Harding, Curtis - Need Your Love.
Mumford and Sons - Rushmere.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Það er óheppilegt að ríkið framlengi samning við ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin sé þegar farin að ræða hvernig brugðist verði við.
Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa sent varaskeifur til friðarviðræðna, sem áttu að hefjast í Tyrklandi í dag. Óvíst er hvort sendinefndir ríkjanna hittist yfir höfuð.
Margföld eftirspurn er eftir hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðinu lýkur síðdegis og þá ætti að skýrast hvort allur hlutur ríkisins verður seldur.
Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum þáði ekki boð dómsmálaráðherra um stöðu lögreglustjóra á Austurlandi.
Þingmaður Framsóknarflokksins vill að Alþingi skoði meðferð Ríkisútvarpsins á upplýsingum um njósnamálið. Menningarráðherra varar alfarið við slíkum afskiptum.
Hratt bætist í virkjunarlón Landsvirkjunar í hlýindunum. Blöndulón er að fyllast sem er óvenjulegt í sumarbyrjun. Það gæti aukið svigrúm til orkusölu; jafnvel til fiskimjölsverksmiðja sem hafa þurft að brenna olíu.
Hitamet gætu fallið í sumarblíðunni í dag. Búist er við að hiti fari yfir 20 stig í öllum landshlutum.
Fram og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis karla í handbolta. Tæp 30 ár eru síðan þessi Reykjavíkurstórveldi mættust síðast í úrslitaeinvígi.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið 15. maí
Við fjölluðum í gær um þær breytingar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að fari verði í varðandi eftirlit með byggingarframkvæmdum hér á landi. Í gær var til viðtals Jón Sigurðsson sem er formaður Meistarafélags Húsasmiða sem segir að þessi mál séu búin að vera í algjöru rugli. En út á hvað ganga þessar breytingar sem HMS leggur til? Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræðir við okkur í Síðdegisútvarpinu í dag.
Meira en 200 tonn af fatnaði Íslendinga hafa verið brennd í Evrópu það sem af er þessu ári. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma sjónvarps í gær en það var Ólöf Rún Erlendsdóttir sem tók þessa frétt saman. Við ætlum að heyra í Ólöfu í þættinum og við fáum líka til okkar Gunnar Dofra Ólafsson sviðstjóra þjónustu og samskiptasviðs Sorpu.
Þjóðhátíðarlagið í ár var tilkynnt í dag og það er Stuðlabandið sem á það. Við ætlum að hita upp fyrir þjóðhátíð og auðvitað er það góða veðrið sem kemur okkur í gírinn. Stuðlabandið kemur til okkar í heimsókn og tekur nokkur þjóðhátíðarlög og við heyrum svo nýja lagið í ár.
Strákarnir í VÆB komu heldur betur sáu og sigruðu á þriðjudaginn þegar þeir komust í lokakeppnina á laugardaginn þvert á það sem Veðbankar höfðu spáð. Felix Bergsson var á línunni frá Basel og ræddi við okkur um Veðbanka og líklegar ástæður þess að þeir höfðu ekki alveg rétt fyrir sér að þessu sinni.
Árni Matthíasson sérfræðingur á fréttastofu RÚV og sérfræðingur Síðdegisútvarpsins kom til okkar og ræddi við okkur um banana.
En við byrjuðum á Egilsstöðum hvar hæstu hitatölur hafa borist og munu sennilega birtast um helgina. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum verður á línunni.
Fréttir
Fréttir
Ríkið selur allan hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk klukkan fimm í dag – 45,2 prósent en ekki aðeins þau 20 prósent sem gert var ráð fyrir í upphafi. Eftirspurn innanlands var fordæmalaus segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést.
Framlög vegna íþróttahúss KR verða skert um hundrað milljónir verði breytingatillögur borgarstjóra á fjárfestingaáætlun samþykktar. Framlög til selalaugar eiga að hækka um sextíu milljónir króna. Framkvæmdastjóra KR er brugðið yfir tillögunni.
Allt bendir til þess að fundur sendinefnda Úkraínu og Rússlands um friðarviðræður fari fram á morgun. Ekki er búist við stórtíðindum.
Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vill hraða sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Mismikil stemning er fyrir sameiningu.
Fimm stærstu útgerðarfélögin greiddu meira en þriðjung af því veiðigjaldi sem innheimt var á síðasta ári. Þau eiga eignir upp á hundruð milljarða og fingraför eigenda þriggja þeirra eru víða – ekki aðeins í sjávarútvegi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Brim, Samherji, Síldarvinnslan, Ísfélagið og Fisk-Seafood greiddu meira en þriðjung af heildarupphæð veiðigjalds á síðasta ári, eða 3,7 milljarða. Eignir þessara félaga hlaupa á hundruðum milljarða króna.
Ekkert varð af fundi forseta Úkraínu, Rússlands og Bandaríkjanna í Tyrklandi til að ræða um hvernig mætti binda enda á stríðið í Úkraínu en sendinefndir Rússa og Úkraínumanna ræðast við í Istanbúl í kvöld eða á morgun - og það verður í fyrsta sinn þrjú ár sem þær eiga í beinum viðræðum. Ekki ríkir þó mikil bjartsýni um vopnahlé.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Gusgus - Partýið er þú og ég
HúbbaBúbba - Hæ (Em lagið)
Ástrós Sigurjónsdóttir - Litblind
Glóey Þóra - Away
Stebbi Jak - Djöflar
Eyklíður & Raffaella - Tell Us More
Dóra og döðlurnar - Leyndarmál
PS&Co - Söngur sumarstúlkunnar
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Mikið af nýrri tónlist á kvöldvaktinni, Dargz, Gusgus. Laufey, Divine Earth með Princess Nokia ofl. Benedikt Freyr Jónsson oft nefndur B-Ruff kom í heimsókn og við ræddum Lóu Festival sem verðu í Laugardal á sólstöðum og fleiri verkefni sem hann stendur fyrir. Við spiluðum svo lög þeirra sem koma fram eins og t.d Gugusar, GDRN, Mobb Deep, Mos Def , Jamie XX og fleiri.
Divine Earth Feat. Princess Nokia
CAAMP - Let things go
Jordan Rakei - Family
Thee Sacred Souls - We don´t have to be alone
Sault - Someone to love you
Julian Civilian - Ég vil tala við þig
Fatouomata Diawara - Nterini - A colors show
Mocky - Bora!
GoGo Penguin - What we are and what we are meant to be
Saint Etienne - Alone Together ( Morcambe Pier Dub)
Tim DeLuxe - Love is
GDRN - Lætur mig
De La Soul - Me Myself and I
Mobb Deep - Shook ones pt. II
De La Soul - The Bizness
Mos Def - Mathematics
Inspector Spacetime og Unnsteinn - Kysstu mig
Mos Def - Oh No!
Mobb Deep - Give up the goods
Jamie XX - Loud Places
Gugusar - Reykjavíkurkvöld
Florence and the Machine - You´ve got the love Jamie XX rework
Mobb Deep - Survival of the fittest
Saint Pete - Kronik Shit
XXX Rotweiler Hundar - Karma
Thandii - Give me a smile
Morcheeba - Call for love
Laura Groves - Dream Story
Cocteau Twins - Watchlar
Niki and the Dove - Ode to dance floor
Deki Alem - Only wit u
Mr. Twin Sister - Jaipur
System Olympia - Shy Shy
Gus Gus - Partýið er þú og ég
Neon Neon feat Cate Le Bon
Arjuna Oakes - Nothing´s gonna fill you up
Laufey - Tough Luck