Til eru dæmi um það í mannkynssögunni að hermenn hafi neitað að hlíða skipunum af samviskuástæðum. Fjallað er um nokkur slík atvik og flutt tónlist sem þeim tengist. Meðal annars verður sagt frá 17. herdeild sem neitaði að skjóta á vínyrkjubændur í uppreisn í Suður-Frakklandi árið 1907, Chandra Singh Garhwali sem neitaði að láta herdeild sína skjóta á friðsama mótmælendur í Peshawar í sjálfstæðisbaráttu Indverja 1931 og Hugh Thompson sem reyndi að stöðva fjöldamorðin í My Lai í Víetnam-stríðinu árið 1968. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir. (Áður á dagskrá 2011)

Carlo Gesualdo. Páskatónlist
Úr Tenebrae responsories for Good Friday.
Bo Holten stjórnar söngvurum BBC.
Um Páskahret.
Stefán Jónsson ræðir við Jón Eyþórsson veðurfræðing. Hljóðritun frá árinu 1967
Carlo Gesualdo : Motets from sacrarum cantionum liber primus 5vv (1603)
Bo Holten stjórnar söngvurum BBC.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson var á sínum tíma einn þekktasti rithöfundur Íslands. Hann var um tíma metsöluhöfundur víða í Evrópu og bækur hans þýddar á nærri 40 tungumál. En af hverju veit enginn hver hann er lengur? Umtal fylgdi honum alla tíð og um hann gengu rætnar slúðursögur, en hann sagði þær vera sprottnar úr viðjum kommúnista. En hvað er satt? Var Kristmann fórnarlamb skipulagðrar rógherferðar eða þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði?
Umsjón: Kristlín Dís Ingilínardóttir
Kristmann Guðmundsson sló í gegn í Noregi og var þýddur á fjölda tungumála innan Evrópu og utan. Senn leið að því að Kristmann sneri heim en þá trúðu Íslendingar tæpast frásögnum af vinsældum hans. Það voru kjaftasögur á reiki.

Guðsþjónusta.
Föstudagurinn langi.
Sr. Eiríkur Jóhannsson og Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari og Eiríkur predikar.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson
Kór Hallgrímskirkju, stjórnandi Steinar Logi Helgason.
Guja Sandholt, messósópran, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: O Haupt voll Blut und Wunden op. 135a, nr. 21 Max Reger.
Sálmur 129. Ó, höfuð dreyra drifið. Hans Leo Hassler/Paul Gerhardt–Helgi Hálfdánarson,
Kórsöngur: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Þorvaldur Örn Davíðsson/Hallgrímur Pétursson. Ps. 4.
Kórsöngur: Fyrir mig, Jesú, þoldir þú Sigurður Sævarsson/Hallgrímur Pétursson. Ps. 20.
Eftir predikun:
Stólvers Erbarme dich, úr Matteusarpassíunni BWV 244. Johann Sebastian Bach.
Sálmur 131. Dýrð, vald, virðing. Þýskt lag frá 16. öld/Hallgrímur Pétursson.
Eftirspil: O Mensch, bewein dein Sünde groß BWV 622. Johann Sebastian Bach.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.
Á meðan Bergur leitar af ástinni þarf Fanney að takast á við stormasamt samband foreldra þeirra. Fanney fær óvænta heimsókn og Bergi grunar að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera.
Bergur: Arnar Hauksson
Fanney: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Diego: Juan Camilo Roman Estrada
Amelia: Greta Clough
Samir: Tom Burke
Lína: Sesselía Ólafs
Pabbi: Vilhjálmur B. Bragason
Mamma: Bára Lind Þórarinsdóttir
Lögregla og önnur hlutverk: Ylfa Marin Haraldsdóttir og Rúnar Vilberg Hjaltason
Aukaraddir: Amelía Dögun Einarsdóttir
Hljóðvinnsla og gæðaeftirlit: Gísli Kjaran Kristjánsson
Handrit: Arnar Hauksson og Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Framleiðsla: Útvarpsleikhúsið - Þorgerður E. Sigurðardóttir

Helgir dómar eru gripir gerðir úr líkamsleifum heilagra manna eða öðrum hlutum sem hafa með einum eða öðrum hætti komist í snertingu við dýrlinga. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í helgihaldi og trúarsiðum kaþólikka. Flís úr krossi Krists, bein úr hinu og þessu helgu fólki, brot úr innyflum þeirra eða snifsi úr klæðum og blóðdreitlar úr fyrrum páfum í litlum flöskum eru dæmi um helga dóma. Griprirnir eru gjarnan varðveittir inni í altaristöflum kaþólskra kirkja en finnast sömuleiðis í einkaeigu fólks. Í þessum þætti kynnir Anna Gyða Sigurgísladóttir sér safn helgra dóma á Íslandi.

Rússneska tónskáldið Sofia Gubaidulina er eitt þekktasta tónskáld heims. Hún var lengi vel föst handan járntjaldsins og var orðin 54 ára þegar hún fékk að ferðast utan Sovétríkjanna. Upp frá því reis frægðarsól hennar og hún er nú álitin eitt merkasta tónskáld samtímans. Páll Ragnar Pálsson segir frá uppvaxtarárum Sofiu Gubaidulinu í Kazan, námsárunum í Moskvu, helstu verkum hennar og tilurð Offertorium, eins af höfuðverkum fiðlutónbókmennta 20. aldar.
Umsón: Páll Ragnar Pálsson
Fyrst á dagskrá árið 2020. Endurflutt um páska 2025, en tónskáldið Gubaidulina lést 13. mars 2025

Fjallað um dönsku skáldkonuna Karen Blixen og sagt frá ævi hennar og skáldverkum.
Lesari með eumsjónarmanni er Helga Bachmann,
Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir.
Þáttur er endurfluttur í tilefni af því að 17. apríl 2025 eru 140 ár liðin frá fæðingu skáldkonunnar.
Seinni þáttur um dönsku skáldkonuna Karen Blixen.
Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir.
Lesari: Helga Bachmann.
(Áður á dagskrá 1996)

Útvarpsfréttir.

Hljóðritun frá tónleikum á Myrkum Músíkdögum 26.janúar 2025.
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 voru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flutti glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna.
Einnig voru fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Í tónleikaspjalli sem einnig heyrist í þessum þætti ræddi Hjálmar H. Ragnarson við Þráinn Hjálmarsson - sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt voru á tónleikunum.
Flytjendur:
Cantoque Ensemble:
Sópran: Hallveig Rúnarsdóttir, María Konráðsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Alt: Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Auður Guðjohnsen
Tenór: Helgi Steinar Helgason, Þorbjörn Rúnarsson, Þorkell H. Sigfússon
Bassi: Fjölnir Ólafsson, Hafsteinn Þórólfsson, Örn Ýmir Arason
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Efnisskrá:
Gamalt vers (1980) - Þjóðvísa
Kyrie úr Messu (1989) - Biblíutexti
Kvöldvísur um sumarmál (1984) – Stefán Hörður Grímsson
Stóðum tvö í túni úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Gloría úr Messu (1989) – Biblíutexti
Grafskrift úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Vakir vakir þrá mín (frumflutningur) (2024) – Snorri Hjartarson
Credo úr Messu (1989) – Biblíutexti
Veröld fláa sýnir sig úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Ave Maria (1985) – Maríubæn
Hljóðritun: Mark Eldred
Umsjón: Pétur Grétarsson

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hinn svokallaða súkkulaðiskort. Hvaða áhrif hefur hann á páskana og hvers vegna borðum við súkkulaðiegg á páskadag? Forstjóri Nóa Siríus, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, útskýrir hvernig framleiðsla páskaeggja virkar og hvað er svona merkilegt við íslensk páskaegg.

Fréttir

Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir flytur hugleiðingu á föstudaginn langa.
(Áður á dagskrá 2009)

Veðurfregnir kl. 18:50.

Leikin brot úr helstu verkum tónskáldsins. Umsjón: Páll Ragnar Pálsson.

Passía var samin að beiðni Listvinafélags
Hallgrímskirkju í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Hún var frumflutt
í Hallgrímskirkju í febrúar 2001 við frábærar undirtektir og endurflutt og
hljóðrituð í nýrri gerð ári síðar og gefin út hjá finnska útgáfufyrirtækinu
ONDINE.
Passía er tileinkuð Mótettukór Hallgrímskirkju og Herði Áskelssyni.
Flutningurinn er tileinkaður minningu hins mikla listáhugamanns Guðmundar
Hallgrímssonar lyfjafræðings, bróður tónskáldsins, sem lést í febrúar 2013.

Í þættinum er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Þátturinn er í tveim hlutum.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
(Áður á dagskrá árið 2000)
Í síðari hluta þáttarins er flutt tónverkið Die Sieben Worte Jesu Christi am Kreuz eftir Heinrich Schütz. Lesið úr guðspjöllunum ritningargreinar, um síðustu orð Krists og Eyvindur Erlendsson les úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar 33 vers. Jafnframt er eftirfarandi lesið: Ljóðið Jólin eftir Kjartan Árnason, Undir sverðsins egg, brot úr smásögu eftir Jakobínu Sigurðardóttur, úr bókinni Vegurinn upp á fjallið, Rödd, ljóð eftir Hannes Pétursson, Eli Eli, ljóðabrot eftir Stephan G. Stephansson úr Andvökum, Andvarpið, ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson úr bókinni Að lokum, kafli úr sögunni Barrabas eftir Pär Lagerkvist í þýðingu Ólafar Nordal og Jónasar Kristjánssonar, Ef til vill, ljóð eftir Snorra Hjartarson, Stóð við Krossinn (Stabat mater) eftir Jacoppne da Todi í þýðingu Matthíasar Jochumson. Lesarar eru Gyða Ragnarsdóttir, Baldvin Halldórsson og Kristján Franklín Magnússon.

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Níundi lestur af 26.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Ævar Kjartansson og Arnfríður Guðmundsdóttir trúfræðingur velta fyrir sér spurningunni: Hver var á krossinum?
(Áður á dagkskrá 2014)

Í þáttunum er fjallað um afmarkaða þætti í guðfræði Marteins Lúters eins og hún er skýrð í bók séra Sigurjón Árna Eyjólfssonar, sem út kom vorið 2000.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson.
(Áður á dagskrá árið 2000)

Útvarpsfréttir.

Dagskrárgerðarfólk Rásar 2 er fyrst á fætur á hátíðisdögum og fylgir hlustendum af stað inn í skemmtilega frídaga.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Lauflétt stemming í páskafríinu.

óhann Alfreð og Sandra Barilli stýra söng-glímunni Í góðu lagi á Rás 2 um páskana. Í þættinum takast tvö lið á við karaoke-þrautir eins og Gríptu viðlagið, Botnaðu textann og glænýju lagaþrautina Snakk og spaghetti sem og margar fleiri. Óvæntur söngvari mætir svo í hvern þátt og veitir liðunum smá hjálp, ásamt því að leggja fyrir þau ennþá flóknari söng-þrautir.
Í öðrum þætti keppa Katrín Oddsdóttir og Daníel E. Arnarson á móti Berglindi Öldu Ástþórsdóttur og Níels Thibaud Girerd.

Útvarpsfréttir.

Í þessum þáttum verður fjallað um plötur sem allar eiga það sameiginlegt að vera þrítugar á árinu, mikilsmetnar og óumdeildar. Dagskrágerðarfólk Rásar 2 valdi plöturnar.
Í þessum þætti verður fjallað um sjö plötur sem allar eiga það sameiginlegt að vera þrítugar á árinu, mikilsmetnar og óumdeildar. Dagskrágerðarfólk Rásar 2 valdi plöturnar.
Rúnar Róbertsson fjallar um Jagged Little Pill með Alanis Morrisette, Hulda Geirsdóttir um frumraun Foo Fighters, Margrét Erla Maack um frumraun Garbage, Ólafur Páll um What´s The Story Morning Glory? með Oasis, Kristján Freyr Halldórsson um Different Class með Pulp, Þorsteinn Hreggviðsson um The Bends með Radiohead og Andri Freyr Viðarsson um Mellon Collie & The Infinite Sadness með Smashing Pumpkins.

Fréttir

Siggi Gunnars spilar soul og jazz sem lyftir andanum á hátíðisdögum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars velti sér upp úr tónlist sem stundum er kölluð snekkjurokk en heitir í raun West Coast Sound og er tengt vesturströnd Bandaríkjanna.

Fréttastofa RÚV.

Bein útsending frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
