Fjallað um söngleikina Jesus Christ Superstar og Godspell sem nutu vinsælda á upphafsárum áttunda áratugarins þegar Jesúbörn létu mikið að sér kveða. Einnig er sagt frá söngleik sem Canadian Rock Theatre hópurinn sviðsetti og byggði að hluta til á tónlist úr fyrrnefndum söngleikjum og frumsaminni tónlist.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Í þættinum er fjallað um spákonur og spádóma. Rætt er við þrjár spákonur.
Flytjendur ásamt umsjónarmanni eru: Ellert Ingimundarson, Sigurður Karlsson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Lísa Pálsdóttir.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
(Frá 1991)

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Farfuglarnir koma og fara til Flateyjar á Skjálfanda og það gerir líka skipstjóri sem býr á Nýja-Sjálandi en er í Flatey yfir sumartímann. Kirkjan í Flatey hefur líka farið á milli lands og eyju og það sama á við um kirkjumuni. Viðmælendur í lokaþættinum eru: Gísli Jónatansson, Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, Sigurgeir Pétursson og Tómas J. Knútsson.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.
Systkinin eiga erfitt með að ná saman. Bergur strögglar í náminu og Fanney reynir að finna ró í annríkinu - en er kærulaus gagnvart bíl Bergs sem býður hættunni heim.
Bergur: Arnar Hauksson
Fanney: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Diego: Juan Camilo Roman Estrada
Samir: Tom Burke
Lína: Sesselía Ólafs
Pabbi: Vilhjálmur B. Bragason
Mamma: Bára Lind Þórarinsdóttir
Eiki Frændi: Hannes Óli Ágústsson
Afgreiðslukona Starbucks: Ylfa Marin Haraldsdóttir
Afgreiðslumaður Kayak: Rúnar Vilberg Hjaltason
Aukaraddir: Brimir Logi Bergdísar Arnarson
Hljóðvinnsla og gæðaeftirlit: Gísli Kjaran Kristjánsson
Handrit: Arnar Hauksson og Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Framleiðsla: Útvarpsleikhúsið - Þorgerður E. Sigurðardóttir

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Japan er eitt þriggja ríkja heims sem stunda hvalveiðar í atvinnuskyni. Hin tvö eru Ísland og Noregur. Við ætlum að forvitnast um hvalveiðar Japana og hvort Japanar borði almennt hvalkjöt. Það vakti töluverða athygli í janúar 2023 þegar greint var frá því að tæp tvö þúsund og sex hundruð tonn af íslensku hvalkjöti hefðu verið flutt til Japans. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sérfræðinga og komst að því að stuðningur við hvalveiðar í Japan er ekki endilega byggður á því að fólk vilji borða kjötið, heldur að varðveita menningu.
Í síðari hluta þáttarins ætlar Oddur Þórðarson að rýna í gervigreindarkapphlaupið sem er í fullum gangi.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónskáldið Þráinn Hjálmarsson féll snemma fyrir þverflautu sem barn, en smám saman náði fræðilegur áhugi á tónlist yfirhöndinni. Samspil arkitektúrs og ómrýmis er honum hugleikið, ekki síður en það hvernig megi enduspegla og skoða heiminn með tónlist. Hann er líka höfundur þránófónsins.
Lagalisti:
Influence of buildings on musical tone - Influence of buildings on musical tone
ÚÚ 7 - 6
Volume 1 = Hefti 1 - Kosko
Óútgefið - Perpendicular / Slightly tilted
Influence of buildings on musical tone - Grisaille
Tvær hliðar - Recitar cantato / Speaking in song

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Árið 1988, þegar móðir mín var aðeins 19 ára gömul, tók hún þá risastóru ákvörðun að flytja frá heimili sínu á Filippseyjum. Hún er meðal 2.600 Filippseyinga sem tóku sömu ákvörðun og hún og búa nú hér. Filippseyingar á Íslandi eru næst fjölmennasti hópur innflytjenda utan Evrópu en saga þeirra er að miklu leyti óskrifuð. Hvaða aðstæður leiddu til þess að fólk flytur 11.000 kílómetra frá heimili sínu? Hvers vegna Ísland? Hvernig var að flytja hingað? Hvernig var að aðlagast íslensku samfélagi?
Umsjón: Kolbeinn Freyr Björnsson

Stefnumót tveggja skálda sem aldrei hittust.
Í þættinum er sagt frá skáldunum August Strindberg og H.C. Andersen. Ungur þýddi Strindberg nokkur ævintýri H.C. Andersen, sem hann síðar lýsir að sé upphafið að ferli sínum. Sagt er frá sænsku útgáfunni og lesin er grein sem birtist í Politiken 1905 í þýðingu umsjónarmanns. Nokkur lög úr söngleiknum H.C. Andersen frá því 1995, eru leikin og sagt frá því hvaðan H.C. Andersen fékk hugmyndirnar að mörgum ævintýra sinna.
Lesari með umsjónarmanni er Þorvaldur Friðriksson.
Umsjón: Elísabet Brekkan.
(Áður á dagskrá 2007)

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Einu sinni voru tveir bræður, Jakob og Vilhelm...
Grimmsævintýri er stórmerkileg og dularfull. Hvaðan koma þau? Hvað eru þau gömul? Af hverju erum við enn að lesa þetta? Og af hverju ættu nútímabörn að þekkja helstu hlutverk lénsskipulags Evrópu á miðöldum?
Viðmælendur: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Romina Werth, Birta Björnsdóttir og Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Smits, Koen, Vliet, Jeroen van, Gulli Gudmundsson - Heyr, himna smiður.
Ragnhildur Gísladóttir, Tómas R. Einarsson - Þú kysstir mína hönd.
Roach, Max, Gillespie, Dizzy, Brown, Ray, Peterson, Oscar, Getz, Stan, Ellis, Herb - It's the talk of the town.
Miller, Glenn and his Orchestra, Eberle, Ray - It's a blue world.
Nordic Quintet, The - Pav.
Kvintett Red Garland - What is there to say.
Pétur Grétarsson - PG Hle?stef 1.
Christy, June - Midnight sun.
Henderson, Joe, Harris, Barry, Morgan, Lee, Higgins, Billy, Cranshaw, Bob - Gary's notebook.
Óskar Guðjónsson, Jorge Rossy og Thomas Morgan - Bye, Bye Blackbird.
Salamon, Guy - Megalomaniacs (bonus track).

Fréttir

Árni Björnsson fjallar um ýmislegt sem tengist páskahaldi, uppruna þess og sögu.
(Áður á dagskrá 1984)

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Carmen McRae syngur sex lög: Body and Soul, Round About Midnight, They Can't Take That Away From Me, Lover man, Moonlight In Vermont og Day In and Day Out. Sextett Oscars Pettiford leikur lögin Stardust, Rhumblues, Marce the Furrier, Burt's Pad og E-Lag. Kvartett Gerry Mulligan leikur lögin My Heart Belongs To Daddy, The Song Is You, All The Things You Are, I Got Rhythm og People Will Say We're In Love. Sextett Dizzy Reece leikur lögin Color Blind, Just a Penny, Blues In Trinity og I Had The Craziest Dream.

Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Umsjónarmaður ræðir við Jenný Karlsdóttur barnakennara á Akureyri um gamla ættargripi, gildi þeirra og sögu.
Þátturinn er hluti af þáttaröð sem unnin var á námskeiði um menningarmiðlun við sagnfræðiskor Háskóla Íslands, undir handleiðslu Ólínu Þorvarðardóttur haustið 2007.
Umsjón: Inga Arnar.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Efni þáttarins er sótt norður í Skjaldabjarnarvík, nyrsta bæ Strandasýslu. Fyrri frásögn gerist að vetri þegar úti geisar stórhríð og gesta ekki von á þessum afskekkta bæ. Síðari frásögn er frá sumartíð þar norðurfrá þegar náttúran skartar sínu fegursta.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 29. febrúar 2008

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann leikur þessa dagana í verkinu Fjallabak í Borgarleikhúsinu. En hann var auðvitað kominn í þáttinn til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjörtur Jón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Farm Boys e. Will Fellows
For Whom the Bell Tolls e. Ernest Hemingway
Murderbot Diaries e. Martha Wells
Giovannis Room e. James Baldwin
Robinson Cruseo e. Daniel Dafoe


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Gömlu dansarnir eru í forgrunni í Litlu flugunni að þessu sinni, en einnig hljóma fleiri lög frá síðustu öld í þættinum.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.

Dagskrárgerðarfólk Rásar 2 er fyrst á fætur á hátíðisdögum og fylgir hlustendum af stað inn í skemmtilega frídaga.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Lauflétt stemming í páskafríinu.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

óhann Alfreð og Sandra Barilli stýra söng-glímunni Í góðu lagi á Rás 2 um páskana. Í þættinum takast tvö lið á við karaoke-þrautir eins og Gríptu viðlagið, Botnaðu textann og glænýju lagaþrautina Snakk og spaghetti sem og margar fleiri. Óvæntur söngvari mætir svo í hvern þátt og veitir liðunum smá hjálp, ásamt því að leggja fyrir þau ennþá flóknari söng-þrautir.
Í þriðja þætti keppa systurnar Júlía Margrét Einarsdóttir og Kamilla Einarsdóttir á móti Starkaði Péturssyni og Ólafi Ásgeirssyni.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Bein útsending frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
