
Þegar hermennirnir neituðu að skjóta
Til eru dæmi um það í mannkynssögunni að hermenn hafi neitað að hlíða skipunum af samviskuástæðum. Fjallað er um nokkur slík atvik og flutt tónlist sem þeim tengist. Meðal annars verður sagt frá 17. herdeild sem neitaði að skjóta á vínyrkjubændur í uppreisn í Suður-Frakklandi árið 1907, Chandra Singh Garhwali sem neitaði að láta herdeild sína skjóta á friðsama mótmælendur í Peshawar í sjálfstæðisbaráttu Indverja 1931 og Hugh Thompson sem reyndi að stöðva fjöldamorðin í My Lai í Víetnam-stríðinu árið 1968. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir. (Áður á dagskrá 2011)