21:00
Jón í bankanum: Tónlistar- og bankamaður

Aldarminning Jóns Sigurðssonar, harmonikuleikara, lagahöfundar og textasmiðs. Jón vann í Búnaðarbankanum allan sinn starfsferil og fékkst jafnframt við hljóðfæraleik. Hann var oft nefndur Jón í bankanum til aðgreiningar frá alnöfnum sínum í tónlistinni. Margir söngtextar Jóns eru fyrir löngu orðnir sígildir, en hann samdi líka eftirminnileg dægurlög.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst.
,