16:05
Jólatónleikadagur evrópskra útvarpsstöðva
Jólatónleikar frá Spáni
Jólatónleikadagur evrópskra útvarpsstöðva

Útsending frá Juan March menningarmiðstöðinni í Madrid á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.

Sönghópurinn Cantoría og einsöngvararnir Inés Alonso, Oriol Aguila og Jorge Losana flytja spænska endurreisnartónlist sem tengist jólum.

Með þeim leika Lluís Aarratla á bassa, Jeremy Nastasi á lútu, Marc de la Linde á gömbu, Iñaki de la Linde á slagverk og Marina López á orgel; Jorge Losana stjórnar.

Kynnir: Pétur Grétarsson.

Er aðgengilegt til 13. janúar 2026.
Lengd: 55 mín.
,